Dagfari - 01.10.2009, Blaðsíða 33
33
kvenna á aldrinum 16-44 ára og
er skaðlegra en krabbamein, um-
ferðarslys og stríð. Að búa við
ógnir heimilisofbeldis, nauðgana,
fátæktar, hungurs og sjúkdóma,
það er að vera fastur/föst á þrepi
tvö í pýramídanum. En að búa í
heimi þar sem að útgjöld á hnat-
træna vísu til að stemma stigu við
og meðhöndla alnæmi og HIV-
veiruna, sjúkdóm sem heimtir
um 3 milljónir mannslífa ár hvert,
eru bara sambærileg við þriggja
daga útgjöld til vopnaframleiðslu
heimsins — það er að búa í heimi
sem hefur dæmt okkur öll til að
sitja föst á þrepi tvö.
Hví eyðum við þá hundruðum
milijóna í svokölluð öryggismál
á ári hverju og sitjum uppi með
þennan heim? Stjórnvöld hafa
úthlutað NATO nokkur hundruð
milljónir á ári hverju og kalia það
öryggisbandalag og segja að þann-
ig stuðlum við að öruggari heimi.
En NATO berst ekki gegn fátækt
eða loftslagsbreytingum eða
nauðgunum. NATO leggur áhers-
lu á að efla herlið aðildaríkjanna,
eiga bestu herþoturnar og vera í
stuttu máli, gífurlega vel búnir
tækjum, tólum og mannafla til að
fara í — og sigra í stríðum. Þess
má geta að í dag eru óbreyt-
tir borgarar á milli 80-85% fór-
narlamba í stríðum og stór hluti
þessa hóps samanstendur af
konum, börnum, veikum og öl-
druðum. A stríðshr jáðum svæðum
verður oft aukning á heim-
ilisofbeldi og mansali, auk þess
sem konur og börn eru um 80%
allra flóttamanna í heiminum í
dag.
Stríð og hernaður gera heiminn
ekki að öruggari stað heldur
óöruggari stað. Hernaðarbanda-
lög stuðla ekki að friði heldur
þrífast á stríði. Þau eru óörygg-
isbandalög sem að líta framhjá
þeim hættum sem steðjar að
mannkyninu vegna misskiptingu
og kúgunar. Þriðji heimurinn he-
fur verið í svelti síðan áður en
NATO var stofnað en banda-
lagið hefur ekkert gert til að
tryggja öryggi sveltandi barna.
Og við erum föst á þessu skeri,
á þrepi númer tvö, og hendum
hundruðum milljóna í NATO
ár hvert til að tryggja öryggi. En
eina öryggið sem er þannig tryggt
er starfsöryggi þeirra sem vinna
við að framleiða skriðdreka, byss-
ur og sprengjur.
Alvöru öryggi er að búa ekki við
ógn ofbeldis inná heimilinu, þegar
þú gengur ein heim að kvöldlagi
án þess að á þig sé ráðist, eða
þegar mánaðarmótin nálgast og
síðasti launatékki dugar í raun
eins lengi og þörf krefur. En
það er ekki sjálfgefið. Þess vegna
verðum við að endurskilgreina
öryggið ef við ætium einhvern tí-
man að komast af þrepi tvö og
áfram upp á toppinn.
FRIÐARMERKIÁ MIKLATÚNI
Heimsgangan í þágu friðar og
tilveru án ofbeldis er alþjóðlegt
verkefni sem ætlað er að vekja
athygli á baráttunni fyrir friði í
heiminum. Hér á íslandi hafa
samtök húmanista haft forgöngu
um verkefnið, en fengið sér til
stuðnings fjölda félagasamtaka úr
ólíkum áttum. Til að marka up-
phaf þessa alþjóðlega átaks var
ákveðið að mynda stór friðarmer-
ki með þátttöku fjölda fólks með
kyndla í sem flestum löndum.
A Islandi var friðarmerkið myn-
dað á Miklatúni að kvöldi föstu-
dagsins 2. október. Aftakaveður
var mestallan daginn, en skyn-
dilega skall á logn rétt áður en
samkoman átti að hefjast. All-
Sf»*‘*"'
y
* '?n' * * '
•••»’ '
I * • 4 *
. V, * *
* ’ • •• v
V
XV
• •* •
nokkur fjöldi fólks mætti og tók
þátt í þessari fallegu athöfn eins
og meðfylgjandi mynd sýnir.
"""'/////////////////////////////////////////////////////////////////////////////^^^^
DAGFARI