Dagfari - 01.10.2009, Blaðsíða 23

Dagfari - 01.10.2009, Blaðsíða 23
23 unarvaldið. Um er að ræða sam- vinnu milli herja aðildarríkjanna en ekki verið að vopna fleiri eða hervæðast frekar. Göngum út frá að Island muni ekki taka þátt í hernaðaraðgerðum á vegum ESB — sú röksemdafærsla heldur svo lengi sem Island tekur ekki þátt í hernaðaraðgerðum yfir höfuð. Það má síðan velta því hér upp hvort ástæða sé til að ganga lengra, hvort Island eigi að sæk- jast eftir því að vera undanþegið sameiginlegri „varnarstefnu“ rétt eins og Danir hafa verið síðan þeir felldu Maastricht-samninginn í þjóðaratkvæði 1992. Spurning hvort hér sé komið eitthvað sem SHA ætti að beita sér fyrir. Evró- pusambandið leggur vissulega mikið af mörkum til friðargæslu í heiminum en íslendingar hafa önnur færi á að leggja sitt af mör- kum og er nærtækast að nefna þar Sameinuðu þjóðirnar, sem ESB vinnur einmitt í samvinnu við að friðargæslu. Reyndar er fróðlegt að bera saman umræðuna um SÞ og ESB hvað varðar uppbyggingu sameiginlegs herafla. Margir af stofnendum SÞ sáu fyrir sér sameiginlegan her á vegum stofnunarinnar og þessi umræða kemur reglulega upp í tengslum við ábyrgð hennar á varðveislu friðar í heiminum. Eg held það sé svona álíka nærtæk hugmynd að Island setji hermenn í SÞ-herinn og ESB-herinn eða hvern annan sem væri. Og hvernig mun ESB þróast? Eins og segir í byrjun þessa pistils var Evrópubandalagið stofnað sem bandalag friðar; samstarf til að koma í veg fyrir linnulaus stríð sem of lengi höfðu geisað í Evrópu. Lendingin varð sú að til varð samband sem að miklu leyti byggir á viðskiptum - í pólitís- kum tilgangi. Aðildarríkin hafa orðið háð hvert öðru og óhug- sandi virðist að þau fari nú í stríð hvert við annað. Þetta er mag- naður árangur. Ég fór síðan yfir hvernig ísland verður áfram fullvalda í utanríkis- og friðarmálum þrátt fyrir viðleit- ni ESB til samstarfs á því sviði þar sem fullkomin samstaða næst. Þá kemur hin klassíska röksemd „EN við vitum ekki hvernig ESB verður eftir fimmtíu ár!“ Nei. Og það vita Svíar ekki hel- dur, ekki Danir, írar, Frakkar eða aðrar þjóðir sem hafa kosið þetta samstarf. Við vitum heldur ekki hvernig Island verður eftir fim- mtíu ár, sé því að skipta. Kjarni málsins er að Evrópusambandið, sem var stofnað til að smðla að friði, á sér orðið langa sögu um að svínvirka á því sviði. Kost- naður við þátttöku er talsverður en heildarágóðinn fyrir alla er tiltölulega stöðugt, farsælt fyrir- bæri sem oftast stendur fyrir þau gildi sem við viljum standa fyrir. Enginn er fullkominn en það er hæpinn málstaður að halda því fram að ESB geri annað en stuðla að friði. *"///////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////m^^^ DAGFARI

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.