Dagfari - 01.10.2009, Blaðsíða 6

Dagfari - 01.10.2009, Blaðsíða 6
DAGFARI FERÐASAGA: 60 ÁRA AFMÆLISHÁTÍÐ NATO í STRASSBORG EFTIR ELÍflS JÓN GUÐJÓNSSON, HÖRPU STEFÁNSDÓTTUR OG KÁRA PÁL ÓSKARSSON FÖRUNEYTI FRIÐAR Á ÁTAKASLÓÐ í EVRÓPUSAMBANDINU Th: r |yrstu helgina í apríl sl. fór fram 60 ára afmælisleiðtoga- fundur NATO í Strassborg í Frakklandi. Afar fjölbreyttur hópur mótmæla -og stjórnmálahreyfin- ga kom þar saman og sameiginleg krafa mótmælenda var: „Nei við NATO, nei við stríði“. Markmið þeirra flestra var að koma friðarboðskapnum og friðarkröfu á framfæri við almenning, stjórnvöld og leiðtoga NATO: við viljum ekki stríð og við viljum ekki vera partur af hernaðar- Við hverju bjuggumst við Við höfðum væntingar um vel skipu- lagða mótmælagöngu þar sem tækifæri gæfist til að láta í sér heyra og jafnvel að komast nærri fundarstaðnum, koma skilaboðum með beinum hætti á fram- færi við valdhafana. Um mánuði fyrir fundinn bárust frétt- ir af undirbúningi lögreglu og borgar- yfirvalda fyrir fundinn, m.a. vegna mót- mælanna sem honum fylgdu, en búist var við allt að 50.000 mótmælendum. Greint var frá að 15.000 manna her- og lögreglulið yrði í borginni til þess að taka á móti okkur og öðrum mótmælendum. Þá kom fram að ákveðnum hvefum, skólum og verslunum yrði lokað vegna fundarins auk þess sem almennings- samgöngur yrðu í lamasessi. Við þetta bættist frétt af því að Strassborgarbúi, sem hengt hafði skilaboð gegn NATO út í glugga hjá sér, hefði fengið heim- sókn frá lögregluþjónum sem skipuðu honum að fjarlægja ósómann. bandalagi. W////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////M

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.