Dagfari - 01.10.2009, Blaðsíða 35
35
þ.e. því svæði sem aðildarríkin
eru á (5. og 6. gr.). Auk þess er
sagt í 2. gr. að aðilar skuli „styrkja
frjálsar þjóðfélagsstofnanir sínar,
með því að koma á auknum
skilningi á meginreglum þeim,
sem þær stofnanir eru reistar á“.
Ekki er skilgreint hverjar þessar
„meginreglur" eru, en væntan-
lega er átt við kapítalískt skipulag.
Hins vegar ná þær varla í raun til
lýðræðislegra stjórnarhátta, þrátt
fyrir orðalagið „frjálsar þjóðfé-
lagsstofnanir", í ljósi þess að bæði
Portúgal og Grikkland áttu aðild
að bandalaginu meðan þar voru
við völd herforingjastjórnir.
Helstu breytingar á NATO
eftir lok kaldastríðsins
Það sem gerst hefur eftir lok
kalda stríðsins er einkum tvennt:
I fyrsta lagi:
NATO stækkar til austurs. Frá
1999 hafa tólf lönd, sem áður
lágu austan járntjaldsins, gengið
í NATO og eitt ríki er nú í
aðildaráætlun. Einnig eru fjögur
ríki í viðræðum sem eru undan-
fari aðildaráætlunar.
Þótt tekin hafi verið upp jákvæð
samskipti við Rússland og fleiri
fyrrverandi Sovétiýðveldi sem
enn standa utan NATO (Part-
nership for Peace 1994) er Rúss-
landi líka ögrað, annars vegar
með þessari stækkun til austurs
(áður voru austantjaldsríkin milli
NATO og Sovétríkjanna, nú er
NATO komið að landamærum
Rússlands) og hins vegar með
uppsögn Bandaríkjanna á ABM-
sáttmálanum um takmörkun
eldflaugavarna árið 2002, uppset-
ningu gagneldflaugastöðva í Pól-
landi og Tékklandi auk bandarísk-
ra herstöðva og hernaðarlegrar
aðstöðu í ríkjum Austur-Evrópu
og fyrrverandi Sovétlýðveldum í
Asíu. Ríkisstjórn Baracks Obama
tilkynnti reyndar í september
2009 að dregið yrði úr umfangi
hins fyrirhugaða gagnflaugaker-
fis.
I öðru lagi:
NATO er farið að starfa utan
þess svæðis sem afmarkast af
aðildarrríkjunum. Þróunin er
þessi:
1992: N ATO tekur að sér það hlut-
verk í fyrrverandi Júgóslavíu árið
1992 að hafa eftirlit með vopna-
sölubanni Sameinuðu þjóðanna
ogsérstökumefnahagslegumrefsi-
aðgerðum gagnvart Serbíu og
Svartfjallalandi. Með því tekur
NATO í fyrsta sinn að sér hlut-
verk utan svæðis aðildarríkjanna.
Ágúst til september 1995: NATO
stendur í fyrsta skipti að meirihát-
tar hernaðaraðgerðum með Op-
eration Deliberate Force í Bosníu.
Desember 1995. Eftir Dayton-
samkomulagið felur Oryggisráð
Sameinuðu þjóðanna NATO
að hafa umsjón með alþjóðlegu
friðargæsluliði í Bosníu og Her-
segóvínu (Evrópusambandið tók
við þessu hlutverki í desember
2004).
Mars 1999. NATO gerir í fýrsta
sinn beina innrás með loftárás-
unum ájúgóslavíu.
Apríl 1999. Á leiðtogafundi
NATO í Washington er friðargæs-
lu og mannúðarhjálp bætt á hlut-
verkaskrá NATO.
Maí 2002: Á utanríkisráðherra-
fundi NATO í Reykjavík er tekin
ákvörðun um að nauðsynlegt
sé að mæta og takast á við ógn-
anir við öryggi aðildarríkjanna,
hvaðan sem þær stafa. (Halldór
Ásgrímsson utanríkisráðherra
kallaði þetta í skýrslu vorið 2004
„grundvaflarbreytingu á afstöðu
bandalagsins frá því sem verið
hefur“.)
Ágúst 2003: NATO tekur í
fyrsta sinn að sér hlutverk utan
þess svæðis sem á NATO-máli
er kallað Evrópu-Atlantshafss-
væðið. Þetta hlutverk er umsjón
friðargæslu í Afganistan (ISAF).
NATO hefur ekki enn komið að
„friðargæslu“ í Irak, en árið 2004
var hins vegar ákveðið að NATO
tæki að sér að aðstoða Irak við þjál-
fun öryggissveita sinna og jafn-
framt nýtur pólska herliðið, sem
er í írak, aðstoðar NATO.
I samræmi við ákvörðunina frá
1999 um friðargæslu og mann-
úðarhjálp sendi NATO hjálp-
arsveitir til Pakistan eftir
jarðaskálftana þar í október 2005
og sumarið 2005 hóf NATO
friðargæslu í Darfúr að beiðni
Afríku-bandalagsins. Rétt er að
hafa í huga að Bandaríkin vinna
markvisst að því að treysta stöðu
sína á horni Afríku og hafa nýtt
sér ástandið í Sómalíu í því skyni.
Það hlýtur að vekja spurningar
um hvers eðfls friðargæsla NATO
er þegar hún kemur í kjölfar
innrásar forysturíkis banda-
lagsins í viðkomandi landi (Af-
ganistan), þess ríkis sem fer sam-
kvæmt skipuriti bandalagsins
með hernaðarlega stjórn þess,
og felst í raun í að verja þá stjórn
sem innrásarliðið kom upp (veg-
na ástandsins í landinu hafa kos-
ningar í raun aðeins verið mála-
mynda). Er þetta þá friðargæsla
eða einfaldlega hernám? Getur
virkilega verið að NATO sé ekki
að ganga erinda Bandaríkjanna í
Afganistan? Það er ekki síður um-
hugsunarvert að eftir innrás sína
í Júgóslavíu tók NATO að sér í
umboði Sameinuðu þjóðanna að
''"'"////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////^^^^^
DAGFARI