Dagfari - 01.10.2009, Blaðsíða 13
13
trúar Suðurnesjamanna taka
nú opnum örmum. Islenskir
fjölmiðlar hafa étið upp fréttir
frá fyrirtækinu sjálfu um stórfelld
áform þess og umsvif. Stórum
spurningum er þó ósvarað, s.s.
um hverjir standi í raun að baki
fyrirtækinu og hvert eðli starf-
seminnar sé. Þó má ljóst vera
að í raun er hér um hreina hern-
aðarstarfsemi að ræða, þótt rekin
sé af einkafyrirtæki. Vitað er að
E.C.A. Programs falaðist eftir
aðstöðu í Kanada fyrir svipaða
starfsemi fyrir tveimur árum.
Kanadísk yfirvöld féllust ekki
á að veita slíkt leyfi. Hvað réði
þeirri ákvörðun?
Samtök hernaðarandstæðinga
hafa fylgst grannt með fréttum af
herþotumálinu og sendi mið-nef-
nd SHA frá sér harðorða álykt-
un vegna þessa. Alyktunin var á
þessa leið:
Samtök hernaðarand-
stæðinga lýsa miklum von-
brigðum sí-
num vegna
frétta af
hugmynd-
um um
stofnun hergagnageymslu og æf-
ingaaðstöðu fyrir NATO-heri á
Keflavíkurflugvelli. Þrjú ár eru
nú liðin frá því jákvæða skrefi
sem lokun herstöðvar Bandarík-
ja-manna hér á landi var. íslend-
ingar eiga sem þjóð að leggja sitt
að mörkum til að stuðla að afvo-
pnun og vinna að friðsamlegri
heimi. Það gerum við ekki með
því þjónusta hernaðarmaskínur
grannríkjanna.
Allt tal um að orrustuþotur og
herþyrlur þær sem hér kunna að
vera geymdar muni ekki bera vopn
er aumt yfirklór. Það er enginn
eðlismunur á því að þjónusta
herþotur og þjálfa herflugmenn
annars vegar, en varpa sprengjum
í þarlægum löndum með þes-
sum sömu
vélum hins vegar. í fréttum af
málinu hefur talsvert verið fjaflað
um hversu mörg störf kynnu að
skapast vegna starfseminnar, en
minna hefur farið fyrir umræðu
um hversu margir muni láta fl'fið
vegna hennar.
Samtök hernaðarandstæðinga
vekja athygfl á því að í stefnuy-
firlýsingu ríkisstjórnarinnar segir
að hún ætfl sér að gera Island
að vettvangi fyrir friðarumræðu
og leggja áherslu á barátm fyrir
friði og afvopnum í heiminum.
Vandséð er að hergagnageymslur
og þjálfunarbúðir hermanna sam-
rýmast þessari stefnu.
Hugmyndir af þessu tagi eru ekki
samboðnar virðingu íslensku
þjóðarinnar og ættu með réttu að
ganga gegn siðferðisken-
nd landsmanna allra.
Ljóst er að enginn friður
mun ríkja um þessa
fýrirhuguðu starf-
semi, verði hún að
veruleika og Samtök
hernaðarandstæðinga
munu beita sér af krafti gegn
henni.
'^'//////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////^^^^
DAGFARI