Dagfari - 01.10.2009, Blaðsíða 40

Dagfari - 01.10.2009, Blaðsíða 40
LANDSRÁÐSTEFNA SHA 27.-28. NÓVEMBER Samtök hernaðarandstæðinga efna til landsráðstefnu dagana 27.-28. nó- vember n.k. í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Föstudagur 27. nóv. kl. 18 Setning landsráðstefnu & fordrykkur kl. 19 Hátíðarmálsverður (sjá auglýsingu að neðan) Laugardagur 28. nóv. kl. 11 Hefðbundin aðalfundarstörf og kynning ályktana kl. 12:30 Hádegisverður kl. 13-17 Málþing & afgreiðsla ályktanna. FULLUELDISFÖGNUÐUR & HÁTÍÐARMÁLSVERÐUR FRIÐARHÚSS Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstu- dagskvöldið 27. nóvember og verður að þessu sinni boðið upp á glæsilegt jólahlaðborð. Guðrún Bóasdóttir sér um matseldina, en á matseðlinum er m.a. sænsk jólaskinka og fjölbreytt heimatilbúið meðlæti, s.s. heit lifrarkæfa, síld og reykt nautatunga. Hnetusteik fyrir grænmetisætur. Tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson mætir og tekur lagið. Borðhald hefst kl. 19. Verð kr. 1.500. Allir velkomnir.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.