Dagfari - 01.10.2009, Blaðsíða 9

Dagfari - 01.10.2009, Blaðsíða 9
9 eftirliti og neikvæðu viðhorfi stjórnvalda og almennings auk þess sem boðskapur mótmælanna fellur í skuggann... Dagur 4 Sunnudaginn eftir mótmælin var seinni ráðstefnudagurinn. Samgöngukerfi borg- arinnar var ennþá lamað og við hefðum ekki komist á ráðstefnustaðinn nema fótgangandi. Þann dag skoðuðum við dagblöð og sáum brot úr sjónvarpsfrétt- um og þótti m.a. fyndið að sjá mynd- skeið af Obama og Sarkozy að heilsa æstum stuðningsmönnum; það reyndist nefnilega falsað, tekið upp á svæði sem borgarbúar máttu ekki fara inn á en klappliðið var skipað félögum úr UMP, flokki Sarkozy. Eftir að ráðstefnunni hafði verið slitið tókum við svo strætisvagn yfir landamærin til Þýskalands ásamt öðrum mótmælendum. Viðbúnaðurinn vegna mótmælanna var greinilega ennþá frek- ar mikill vegna þess að við komuna á landamærastöðina voru mótmælendur í hópi farþega beðnir um að koma út. Þar vorum við látin bíða heillengi á meðan vegabréf og farangur voru skoðuð vandlega. Þegar við inntum eftir því af- hverju væri verið að halda okkur þarna þá var okkur sagt að við hefðum ekki rétt á að fá upplýsingar á ensku. Við vo- rum síðan látin eyða ljósmyndum sem við tókum meðan á þessu stóð. Hugleiðingar að ferðalagi loknu Mótmælin á 60 ára afmælishátíð NATO stóðu ekki að öllu leyti undir væntingum okkar, en í raun var það helst yfirvöldum að kenna. Það er staðreynd að löggæsl- an í borginni allri var gríðarleg og þótt dapurlegt megi teljast fengu mótmæl- endur ekki að mótmæla þannig að manni fyndist sem það skipd máli. Allan tímann var okkur haldið í órafjarlægð frá fundarstaðnum sjálfum þar sem stjórn- málamennirnir tóku sínar ákvarðanir um framtíð hernaðarbandalagsins. Þrátt fyrir þetta var ferðalagið langt í frá tilgangslaust. Sjálf friðarráðstefnan, með öllum sínum málstofum og erin- dum var afar góð og eins og áður segir hefði hún ein og sér verið næg ástæða andi að fýlgjast með sjálfum fjöldanum sem þarna var saman kominn, öllum þessum ólíku samtökum og einstakling- um sem voru þarna í þeim tilgangi að breyta heiminum til hins betra; allt fólkið, vígfánarnir, veggjakrotið og slagorðin sköpuðu ákveðna byltingaról- gu sem við fengum beint í æð. Við, sem fórum á þennan tiltekna við- burð hverjum alla róttæklinga til að prófa að fara á alþjóðleg fjöldamótmæli, í það minnsta einu sinni. En hafið nokk- ur atriði hugföst: takið með ykkur góða skó fyrir allar vegalengdirnar sem löggan mun láta ykkur ganga, ekki klikka á að vera alltaf vel byrg af vatni (og bjór), ekki taka myndir af svartblokkinni því henni h'kar það víst ekki, og látið ykkur ekki bregða þótt lögreglan virðist ætla að klára byrgðirnar sínar af táragashylkjum. til að fara. Einnig var gríðarlega gef- DAGFARI

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.