Dagfari - 01.10.2009, Blaðsíða 20

Dagfari - 01.10.2009, Blaðsíða 20
DAGFARI febrúar 2009 þar sem farið er re- fjalaust fram á 60.000 manna fas- taher. Mikill meirihluti þingsins samþykkti ályktunina. Við hljó- tum að spyrja: Eiga Islendingar samleið með þessu liði? Peningurinn talinn Þeir eru til sem þykir vanta á vígvæðingu heimsins og að brýnt sé að Islendingar leggi þar hönd á plóg. Þeir hinir sömu segjast ekki sjá eftir nokkrum krónum í svo verðugt verkefni, en hversu margar yrðu þær krónur? Ekki þykir ofrausn að „siðaðar“ þjóðir verji andvirði 2—4% af þjóðar- framleiðslu til hernaðar og víg- búnaðar. Sumum þjóðum þykir það h'tið og Tyrkir, sem nú banka fast á dyr Evrópusambandsins, telja ekki eftir sér að reiða fram andvirði um 5% þjóðarfram- leiðslunnar dl hermála. Ef Is- Heimildir landshreppur Evrópusamband- sins slyppi með að vera í lægri kantinum yrði því um að ræða um þrjá tugi milljarða króna á ári fyrir íslenskt samfélag. Það sams- varar rekstri allra grunnskóla í Reykjavík ásamt framlagi ríkisins til Háskóla Islands. Þykir flestum muna um minna. Þess yrði svo ekki langt að bíða að upp kæmu hugmyndir um að ná peningnum aftur. Munu þá full- trúar „uppbyggingar“ og Evrópu- trúboðar ná saman í áætlun um verksmiðju handa Islendingum til að mylja púður ofan í fall- stykki gömlu evrópsku herveld- anna? Þegnar hins nýja stórríkis Nú kynni einhver að spyrja hvort þetta sé ekki allt einhver misskiln- ingur. Nóg er að skrúfa frá út- varpi eða sjónvarpi til að heyra íslenska Evróputrúboða keppast hver um annan þveran við að útskýra að Evrópusambandið sé og verði um ókomna framtíð aðeins samband fullvalda ríkja, eins konar staðlaráð og vettvang- ur til að ræða heimsins gagn og nauðsynjar. Það er rangt. Enginn sem fylgst hefur með umræðu innan Evrópusambandsins um hinn svokallaða Evrópusamruna þarf að velkjast í vafa um hvert stefnt er í þeim málum, nefnilega að hervæddu stórríki. I raun þarf ekki að lesa lengra en í 9. grein Lissabonsáttmálans sem tekur af vafa um stöðu fólksins í hinu nýja Evrópusambandi, en þar se- gir orðrétt: „Sérhver þegn ríkja Evrópusambandsins skal vera þegn Evrópusambandsins.“ Eru það örlög sem við hugsum okkur og afkomendum okkar? 'Hér er fylgt þeim sið að þýða „defence“ sem „hernaður“. 2The Independent, 4. febrúar 2000a 3Nationen, 13. desember 2003a 4Bild Zeitung, 23. mars 2007a 5Ræða í Elyséehöll í París, 18. janúar 2008. http://www.elysee.fr/ ahaft eftir Amund Vik í júm' 2007. http://www.neitileu.no/kunnskapsbank/forsvar_og_sikkerhet '//////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////^^^^ 20

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.