Aðventfréttir - 01.11.2007, Blaðsíða 26

Aðventfréttir - 01.11.2007, Blaðsíða 26
Það er það sem það þýðir að vera til- búin/n þegar að Jesús kemur aftur. Hagnýting Hugsaðu um eitthvað sem að þú vilt gera með Jesús í hinum himneska herragarði. Deildu hugmynd þinni með vin og biðjið saman um að Guð muni hjálpa ykkur að verða kærleiksríkir ein- staklingar eins og Jesús. Umræða 1. Hvernig getur þú undirbúið þig undir að fara og búa eilíflega í hinu fagra himneska heimili sem Jesús hefur búið okkur? 2. Áttu einhvern sértakan ættingja sem hefur ekki tekið á móti Jesús? Getur þú hjálpað þessum einstaklingi til að undir- búa sig undir að búa á himnum með Guði? 3. Sjónvarp, tölvuleikir, kvikmyndir og tímarit geta dregið athygli þína að sér, hvernig getur þú komið í veg fyrir að þessir hlutir varni því að þú verðir tilbúin/ n til að búa með Jesú á hinum himneska herragarði? Verkefni Teiknaðu mynd af himnesku heimili þínu og þeim fjölskyldumeðlimum sem þú vilt búa með. Sýndu fjölskyldu þinni myndina. Sýndu líka vinum þínum í skólanum eða nágrenninu sem ekki þekkja Jesús myndina. sælgætisleit á markaðinn. Skemmtilegast fannst Hans þegar afi sýndi honum hin ýmsu herbergi í herragarðinum. Hann sýndi honum steina - og axasöfnin sin og kenndi honum að skjóta með boga og örvum. Það var gaman að læra af afa. Hann virtist vita svo margt. Ef að Hans mætti ráða myndi hann búa hjá afa að eilífu. Lexía Einhvern tímann í nánustu framtið, getum við öll heimsótt Jesú í himneska herragarðinn - hús sem er miklu stærra og betra en það sem Schmidt afi á. Jóhannes segir okkur frá hinni glæsilegu nýju Jerúsalem. „Múr hennar var byggður af jaspis og borgin af skíra gulli sem skært gler væri. Undirstöðusteinar borgarmúrsins voru skreyttir alls konar gimsteinum. Fyrsti undirstöðusteinninn var jaspis, annar safír..." (Opb 21.18-19). Getur þú ímyndað þér þetta! Hvílík borg. „Hásæti Guðs og lambsins mun í borginni vera og þjónar hans munu honum þjóna. Þeir munu sjá ásjónu hans og nafn hans mun vera á ennum þeirra. Og nótt mun ekki framar til vera og þeir þurfa ekki lampaljós né sólar- Ijós, því að Drottinn Guð skín á þá og þeir munu ríkja um aldir alda“ (Opb 22.3-5). Vilt þú ekki verða þar? Guð vill að við verðum með honum. Við þurfum að trúa því að Jesús hafi dáið fyrir syndir okkar og biðja hann að koma inn í líf okkar að eilífu. Á hverjum degi reynum við svo að lifa eins og Guð viil og elska hann af öllu hjarta. Linda Mei-Lin Koher er yfirmaður barnastarfsins hjá Heimskirkju sjönda dags aðventista i Silver Spring, Maryland AÐVENTFRÉTTIR • Nóvember 2007

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.