Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.05.2013, Síða 22

Fréttatíminn - 17.05.2013, Síða 22
E itthvert áþreifanlegasta dæmið um það siðleysi og spillingu sem um langan aldur hefur viðgengist í ís- lenskum stjórnmálum er meðferð Alþingis á helgasta sögustað þjóðarinnar, Þing- völlum. Sú ráðstöfun Þingvallanefndar að veita útvöldum vinum nefndarmanna, tengdamönnum þeirra og öðrum gæðingum heimild til að reisa sér sumarbústaði innan þjóðgarðsins fljótlega eftir stofnun hans og næstu áratugina er hneisa. Þarna var um að ræða grófa misbeitingu valds og óréttmæta mismunun sem almenningur hefur mátt þola af hendi ríkisvaldsins allar götur síðan. „Þjóðlegri spilling er vand- fundin,“ eins og Ásgeir Sverrisson blaðamaður kemst að orði í grein sem birtist í Morgunblaðinu í byrjun þessarar aldar. Friðun Þingvalla Árið 1928 voru samþykkt lög frá Alþingi um að „Þingvellir við Öxará og grenndin þar skulu vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga“ og tiltekið: „hið frið- lýsta land skal vera undir vernd Alþingis og ævinlega eign íslensku þjóðarinnar. Það má aldrei selja eða veðsetja.“ Lögin tóku gildi í upphafi árs 1930 og samkvæmt þeim mátti „ekkert jarðrask, hús- byggingar, vegi, rafleiðslur eða önnur mannvirki...gera á hinu friðlýsta svæði eða í landi jarðanna Kárastaða, Brúsastaða, Svartagils og Gjábakka nema með leyfi Þing- vallanefndar.“ Ef rifjuð eru upp ummæli þeirra alþingismanna sem á sínum tíma áttu mestan þátt í lagasmíðinni er engum vafa undir- orpið að með þessu lagaákvæði var Þingvallanefnd falið vald til þess fyrst og fremst að koma í veg fyrir að sumarbústaðir væru reistir á svæðinu sem þá afmarkaði sjálfan þjóðgarðinn og jörðunum fjórum sem friðaðar voru vegna hans. Til dæmis minntist Jónas Jónsson frá Hriflu, sem var einn helsti hvatamaður friðunarinnar, á eina bústaðinn sem þá virðist hafa verið kominn á Þingvelli í umræð- unum um friðunarlögin og sagði: „Og þó að margt megi segja um einstakra manna húsið í Fögru- brekku, þá hefur það þó unnið það gagn að opna augu almenn- ings fyrir því hvernig ekki eigi að byggja í umhverfi Þingvalla.“ Jónas sagði einnig í umræðunum 1928: „Það, sem vakir fyrir þeim mönnum, sem ekki vilja spilla útliti Þingvalla, er það, að náttúran og hennar listasmíði frá örófi alda fái að njóta sín sem best.“ Annar helsti frummælandi friðunar- laganna frá 1928, Bern- harð Stefánsson, komst svo að orði í umræð- unum: „Annað er það líka, að hugsa mætti sér þau mannvirki gerð í nágrenni Þingvalla, sem ekki ættu heima á þeim stað....Þess konar mannvirki, þó góð kunni að vera í sjálfu sér, eiga ekki við á þessum fornhelga stað. Sama er, þó að þau séu ekki í sjálfri þinghelginni, ef þau eru í þeirri nálægð, að þau blasa við frá Þingvöllum, því að þá eru þau til helgispjalla. Ef nokkur staður er hér á landi, þar sem náttúran á að vera í fullum friði, og án þess að henni sé raskað af mönnum, þá eru það Þingvellir.“ Sumarbústaðirnir í þjóðgarðinum Jónas frá Hriflu gegndi for- mennsku í Þingvallanefnd frá upp- hafi 1928 til 1946 og lagði nefndina undir sitt eigið ráðuneyti, dóms- málaráðuneytið. Eftir að Jónas fór að starfa í Þingvallanefnd snerist honum allrækilega hugur og í blaðagrein í lok árs 1930 viðraði hann þá skoðun að ekkert væri því til fyrirstöðu að reistir yrðu nokkr- ir sumarbústaðir suður af Valhöll og Konungshúsi sem höfðu verið færð vestur fyrir Öxará. Slíkt hefði engin áhrif á svipmót Þingvalla. Og það varð úr að lóðum var út- hlutað undir bústaði með vatninu þar sem heitir Valhallarstígur og Rauðukusunes án þess að þær væru auglýstar og einnig var veitt leyfi til þess að leigja sumarbú- staðalóðir á jörðunum vestan þjóðgarðsins. Aldarfjórðungi síðar voru yfir fimmtíu bústaðir á þessu svæði. Þá var farið að leita hófanna um lóðir austan þjóðgarðsins, í landi Gjábakka. Jörðin var í einka- eign og friðuð samkvæmt lög- unum frá 1928. Eigandinn kærði sig ekki um sumarbústaði á landi sínu svo að ekki náðist samkomu- lag við hann. En Þingvallanefnd var heimilt að kaupa jörðina eða taka hana eignarnámi og var það gert árið 1947. Bændur bjuggu þar áfram í rúman áratug en þegar Meðferð á helgasta stað þjóðarinnar Á Þingvöllum er frelsið afstætt! fjárbúskapur lagðist af á jörðinni var hún girt. Á þeim tíma var þegar búið að reisa tvo bústaði í Gjábakkalandi og var annar þeirra í eigu Gísla Jónssonar alþingis- manns sem setið hafði í Þingvalla- nefnd. Árið 1966 ákvað nefndin að heimila byggingu rúmlega 30 sumarbústaða og úthlutaði sem fyrr lóðum án auglýsingar, flestum í Gjábakkalandi. Nú fyrst tók stein- inn úr og í kjölfar mikillar gagn- rýni sá Þingvallanefnd sitt óvænna og dró lóðaúthlutanirnar til baka og flestir þeir sem fengið höfðu lóðir í Gjábakkalandi skiluðu þeim. Þetta varð síðan til þess að stór- felldri úthlutun sumarbústaðalóða í þjóðgarðinum var hætt. Dæmi eru um að Þingvallanefnd hafi ákveðið að sumarbústaðirnir undir Hallinum og í Gjábakkalandi verði fjarlægðir eða þjóðgarðurinn leysi þá til sín með einhverjum hætti. Það hefur meira að segja gengið svo langt að sumarbústaðaeigend- um var tilkynnt það bréfleiðis en ekki hefur orðið af neinum fram- kvæmdum. Flestir lóðasamningar voru upphaflega gerðir til 50 ára en í stefnumörkun sem sam- þykkt var árið 1988 var ákveðið að nýir samningar yrðu aðeins til 10 ára. Samkvæmt stefnumörkun frá árinu 2004 er fyrirhugað að þjóðgarðurinn neyti forkaupsréttar þegar bústaðir bjóðist til sölu og yfirtaki lóðir þegar leigusamning- ar renni út. Þeirri stefnumörkun hefur ekki enn verið framfylgt. Í mörgum tilvikum eru húsin gömul og verðlaus en lóðin og staðsetn- ingin eru mikils virði. Lóðin er þó í raun eign þjóðarinnar. Vera kann að rétthafar eigi bótarétt sem gæti orðið mikill en ekki hefur verið látið á það reyna. Í dag eru 94 sumarbústaðir innan marka þjóðgarðsins. Forréttindi og mismunun réttlætt Furðuhljótt hefur verið um lóðaút- hlutanirnar í þjóðgarðinum ef frá er talinn hvellurinn sem varð vegna Gjábakkamálsins. Af því tilefni var gerð úttekt á sumarbú- stöðum á Þingvöllum í tímaritinu Samvinnunni 1967 að frumkvæði Sigurðar A. Magnússonar rithöf- undar sem þá var ritstjóri. Birtar voru myndir af flestum bústöð- unum sem reistir höfðu verið og nafngreindir eigendur að 21 bústað með vatninu suður frá Valhöll ásamt 25 „Gjábakka-gæð- ingum“ Þingvallanefndar. Jónas frá Hriflu var spurður í viðtali hvað hefði valdið sinnaskiptum hans frá því hann barðist manna harðastur fyrir friðun Þingvalla. Kvaðst Jónas ekki mundu hafa fallist á að leyfa sumarbústaði í Gjábakkalandi ef hann ætti enn sæti í Þingvallanefnd. Það hefði verið „...sjónarmið sitt og annarra nefndarmanna, að friða bæri svæð- ið austan Öxarár, en leyfa byggð vestan árinnar frá Valhöll og suður með Þingvallavatni vestanverðu. Ástæðuna kvað hann fyrst og fremst hafa verið þá, að hann vildi „líf“ á Þingvöllum, en gat þess jafn- framt að gott hefði verið að láta áhrifamenn í þjóðfélaginu eiga persónulegra hagsmuna að gæta á Þingvöllum, svo þeir legðust á eitt um að verja staðinn skakkaföllum ef þurfa þætti, t.d. í sambandi við hugsanlega hækkun Þingvall- vatns af völdum Sogsvirkjunar.“ Af þessum orðum Jónasar má ráða að sumarbústaðalóðir í þjóðgarð- inum voru ekki ætlaðar „hverjum sem er“ heldur aðeins þeim sem eitthvað áttu undir sér. Og hér var jafnframt komin fram hugmynda- fræðileg réttlæting á þeirri sið- lausu og ólögmætu mismunun sem fest hafði verið í sessi á Þingvöll- um: Rómantísk hugmynd um „líf“ í þjóðgarðinum og það viðhorf að nokkrir útvaldir „broddborgarar“ hefðu sérstöku hlutverki að gegna sem verndarar þessa helgistaðar „allra Íslendinga.“ Afstæði frelsis eða mismun- andi táknmyndir þess Frá því að lóðunum var úthlutað á Þingvöllum hafa sumarbústaðir gengið kaupum og sölum í þjóð- garðinum. Í ævisögu vestfirsku heimskonunnar Sonju Zorilla er að finna ágæta lýsingu á því hvernig kaupin gerast á eyrinni. Hörður Bjarnason, sem þá var húsameist- ari ríkisins og framkvæmdastjóri Þingvallanefndar, benti Sonju á að sumarbústaður væri til sölu við Þingvallavatn á góðu verði og hafði síðan milligöngu um kaupin. Alexander Jóhannesson, prófessor og fyrrum kostgangari hjá gamalli frænku hennar, byggði bústaðinn undir Hallinum skömmu fyrir lýðveldisárið 1944. Seinna hafði Þorsteinn Scheving Thorsteinsson lyfsali eignast hann. Sonja keypti síðan bústaðinn af ættingjum hans. Þetta var árið 1970. Hún var hins vegar langdvölum erlendis og notaði bústaðinn lítið. Fram- kvæmdastjóri Þingvallanefndar hlutaðist því til um að Sonja veitti frú Vigdísi Finnbogadóttur fyrr- verandi forseta lýðveldisins afnot af bústaðnum í fjarveru hennar með ákveðnum skilmálum. Á þeim tíma þekkti Sonja frú Vigdísi ein- ungis af afspurn en fyrsti fundur þeirra markaði upphafið að góðri vináttu. Smám saman varð Sonja afhuga því að dvelja í bústaðnum og að endingu ákvað hún að losa sig við hann. Það var svo Vigdís Finnbogadóttir sem keypti bústað- inn af Sonju árið 1993. Með því að leigja sumarbústað Sonju Zorilla og festa síðan kaup á honum gekk Vigdís Finnbogadótt- ir inn í siðlaust kerfi forréttinda og mismununar sem hafði verið við lýði innan þjóðgarðsins um margra áratuga skeið og stuðlaði að við- haldi þess. Í ályktun Ferðamála- ráðs frá 5. júlí 1966 er komist að kjarna máls en þar segir að lóðaút- hlutanir í þjóðgarðinum hafi falið í sér „gróft trúnaðarbrot“ gagn- vart almenningi og „ráðstafanir sem hljóta að leiða til takmörkunar á ferðafrelsi borgaranna um hið sameiginlega land þeirra, enda heimildarlaust með öllu og ólög- mætt að því er virðist....“ Tveimur árum eftir kaupin á bústaðnum fór frú Vigdís í opinbera heimsókn til Kína þar sem hún átti fund með Li Peng forsætisráðherra kínverska Alþýðulýðveldisins og samsinnti því að frelsið væri afstætt. Þegar heim var komið baðst Vigdís afsök- unar á þessum ummælum sínum og sagði þau vera mistök. Hún hefði ef til vill frekar átt að tala um „ólíkar táknmyndir“ frelsis en afstæði þess. Látum það liggja á milli hluta að forsetinn fyrrverandi ruglar hér hugtökum; afstæði frelsis og ólíkar táknmyndir þess eru sitthvað. En með hátterni sínu sýndi frú Vigdís Finnbogadóttir í verki að sumir eru jafnari en aðrir fyrir lögunum – að á Þingvöllum er frelsið afstætt! Sumarbústaðirnir innan þjóðgarðsins eru á hinn bóginn táknmynd mismununar, forréttinda og spillingar. Siðmenning og lýðræðislegt réttarríki Í flestum siðmenntuðum löndum væri þessi arfleifð talin hneisa og unnið markvisst að því að upp- ræta hana. En á Íslandi vekur þessi saga enga sérstaka athygli og í stað þess að fjarlægja bústaðina úr þjóðgarðinum hafa sumarhúsa- eigendur fest sig í sessi síðustu áratugi og njóta sem fyrr forrétt- inda í þjóðgarðinum. Sigurður Magnússon fulltrúi beitti sér hvað harðast gegn sumarbústöðunum á Þingvöllum þegar lóðaúthlutunin í Gjábakkalandi komst í hámæli og skrifaði m.a. innblásna grein í Samvinnuna 1967 þar sem fram kemur flest það sem máli skiptir í þessu sambandi. Gefum honum orðið: „Jafnrétti allra borgara er ein meginstoð lýðræðisins. Full- vissa hvers einasta manns um það að allir séu jafnir að lögum er grundvöllur þess að um eiginlegt lýðræði geti verið að ræða.“ Vigdís Finnbogadóttir vísaði til þess að þjóðin þekkti hugsjónir sínar um lýðræði og mannréttindi þegar hún reyndi að svara gagnrýninni sem hún sætti vegna framgöngu sinnar í Kínaheimsókninni. En eins og Sigurður bendir á eru „raunverulegir lýðræðissinnar í hópi forystumanna...þeir einir sem skammta sér ekki meiri hlut eða annan en þann sem þeim ber að réttum lögum, ganga sjálfir á und- an með góðu fordæmi um að hafa í heiðri þær reglur er þeir setja öðrum til eftirbreytni.“ Og hann heldur áfram: „Allir sem víkja af þessum vegi eru lýðræðinu háska- samlegir hversu mjög sem þeir kunna að lofa það í orði....“ En „hið ískyggilegasta af öllu í þessu and- styggilega máli“ að mati Sigurðar er „sofandahátturinn, doðinn og tómlætið“ sem einkennt hefur við- brögð almennings eða „það sem nefna má almenningsálit.“ Þetta eru orð að sönnu: Mikil er skömm þeirra sem hafa blygðunarlaust í skjóli pólitískrar samtryggingar og þöggunar hreiðrað um sig á helgasta stað þjóðarinnar og njóta þar forréttinda. Og ekki er minni skömm hinna sem með aðgerð- um sínum eða aðgerðaleysi bera ábyrgð á því að málum er svona fyrir komið. Skömmin er þó fyrst og síðast okkar – almennings í landinu – sem látum þetta yfir okk- ur ganga möglunarlaust án þess að hafast að eða fá rönd við reist. Stefán Erlendsson leiðsögumaður í hestaferðum á Hengils- og Þingvallasvæðinu og varamaður í stjórn Náttúruverndarsam- taka Suðvesturlands Nýbygging sumarbústaðar, rétt við bakka Þingvallavatns. 22 viðhorf Helgin 17.-19. maí 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.