Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.05.2013, Page 30

Fréttatíminn - 17.05.2013, Page 30
www.sagamedica.is gegn þvagfærasýkingu · Aðeins eitt hylki á dag · 2190 kr. pakkinn · Enginn sendingarkostnaður · Kemst inn um bréfalúgu Fæst aðeins í vefverslun SagaMedica á www.sagamedica.is Einnig tekið við pöntunum í síma 414 3076 frá kl. 10 -13 virka daga. 19 ár eru síðan Sigur Rós var stofnuð. Sveitin fagnar 20 ára afmæli í janúar á næsta ári. 7 breiðskífur hefur Sigur Rós gefið út ef sú næsta er talin með. Hún kallast Kveikur og kemur út 17. júní. 8 tónlistarmenn stíga á svið með liðsmönnum Sigur Rósar á hverjum tón- leikum. Alls eru því 11 á sviðinu. 25 manns eru í „crew“-inu sem sér um öll tæknimál á tónleikum. Með fimmtíu manns í vinnu á hverjum degi Strákarnir í hljóm- sveitinni Sigur Rós verða á sunnudaginn fyrstu Ís- lendingarnir sem birtast í sjónvarpsþáttunum Simpsons. Homer er á leiðinni til Íslands og Matt Groening og félögum fannst ekki annað koma til greina en að fá Sigur Rósar-menn til að endurgera þemalag þáttanna. Sveitin samdi auk þess nýja tónlist fyrir þáttinn. Þessi kynning á sveitinni kemur á besta tíma því á þjóðhátíðardaginn kemur sjöunda breiðskífa hennar út. Ef marka má þau lög sem þegar hafa heyrst af plötunni og viðbrögð við þeim má ætla að Sigur Rós nái áður óþekktum hæðum í vinsældum á næstu miss- erum. Fréttatíminn kortlagði sífellt stækkandi veldi Sigur Rósar. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is 4 rútur flytja liðsmenn hljómsveitarinnar, aðra tónlistarmenn og tæknifólk á milli staða. Þær eru vel búnar með kojum og ýmsum þægindum. 5 manns vinna á umboðsskrifstofu Sigur Rósar. Auk þeirra er fjöldi fólks sem sér um að bóka tónleika, fjölmiðlatengsl, fjármál, höfundarréttarmál, sölu á varningi tengdum hljómsveitinni og fleira. 30 úttekt Helgin 17.-19. maí 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.