Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.05.2013, Qupperneq 36

Fréttatíminn - 17.05.2013, Qupperneq 36
Fáðu meira út úr Fríinu Gerðu verðsamanburð á hótelum oG bílaleigum út um allan heim oG bókaðu sértilboð á GistinGu á túristi.is T Ú R I S T I K æra dagbók. Frábær dagur. Við kláruðum sáttmálann. Hann er með öllu. En engu þó. Ég held að það verði ekki hægt að króa okkur af í neinu máli. Mér finnst hann hljóma vel. (Enda skrif- aði ég hann). Ég væri alveg til í að sitja heima í stofu með fjölskyldunni og hlusta á nýjan forsætisráðherra útskýra þennan sáttmála. Ég myndi fyllast bjartsýni. Lægri skuldir, lægri skattar og meiri tekjur. Hver vill það ekki? Meiri velferð, meiri sátt og hamingja. All for it! Annars held ég að það skipti ekki svo miklu hvað við segjum. Fólk verður svo guðs lif- andi fegið að losna við Jóhönnu og Steingrím. Við getum eiginlega ekki klikkað. Þetta er eins og að troða upp á eftir Árna Johnsen.“ Þannig hófst dagbók Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, á vef Frétta- tímans í gær, fimmtudag, en þar sagði formaðurinn frá atburðum 15. maí. Þar birtast dagbækurnar reglulega. Eins og fram kemur á vef blaðsins er það ekki Sigmundur Davíð sjálfur sem skrifar dagbæk- urnar heldur eru þær spéspegill – til að gera lífið skemmtilegra. Hér fylgja stuttar klausur úr dag- bókum vikunnar. Þær má lesa í heild á frettatiminn.is. 9. maí Kæra dagbók. Það var allt annað að tala við Bjarna í bústað Páls tengdapabba. Það voru mistök að byrja á heimavelli sjálfstæðis- manna. Tengdapabbi er reyndar sjálfstæðismaður. En blóð er þykk- ara en vatn. Eða það segir Ítalinn. Fjölskyldan er sterkasta taugin. La Famiglia. Gallinn er að hvorki ég né Bjarni erum höfuð okkar fjöl- skyldna. Pabbi eða tengdapabbi eru Vito Corleone. 10. maí Kæra dagbók. Ég renndi áðan yfir vefmiðlana. Mest lesnu fréttirnar á mbl.is: 1. Sigga Beinteins breytti eldhúsinu fyrir lítið 2. Lýst eftir 16 ára stúlku 3. Varð frá að hverfa sökum veikinda 4. Skoða brunnin föt nánar 5. Mourinho var fyrsti kostur hjá Ferguson 6. „Ákvað að búa mér til vinnu“ 7. „Málinu er lokið af minni hálfu“ 8. 12 konur sem þú ættir að fylgjast með 9. Or- lofið tímaskekkja? 10. Heiðmörk ófær. Maður situr pungsveittur frá morgni til kvölds og kemst ekki einu sinni á topp 10 yfir fréttamál dagsins. 11. maí Kæra dagbók. Ég vona að Bjarni sé sofnaður. Ég reyni að skrifa án þess að það skrjáfi í pappírnum. Ég vil ekki vekja hann. Þetta er allt orðið mjög undarlegt. Við horfðum á Step Brothers á Rúv í kvöld. Sátum í sóf- anum, borðum nammi (mest ég) og þóttumst hlægja. Saman í sveit- arferð. Male bonding. Eins og Will Farrell og John C. Reilly. Þröngvað saman af því að foreldrar þeirra gift- ust. Stjúpbræður. 12.maí Kæra dagbók. Enn einn dagur í Gu- antánamo. Ég er hlekkjaður við Bjarna allan daginn. Við erum orðnir hálfgerðir klefafélagar. Borðum sam- an, vöknum saman, sofnum saman. Ég segi ekki að við sofum saman. En við sofum samt í sama húsi. Hlekkj- aðir við þetta óleysanlega mál. 13. maí Kæra dagbók. Heyrði í Ólafi Ragnari í dag. Hann var bara hress. Sagð- ist vera að undirbúa afmælið sitt á morgun. Ætlaði að gera eitthvað skemmtilegt. Sagði það væru tíu ár síðan þau Dorrit giftu sig. Sagði það væri erfitt að toppa þá afmælisgjöf. Að fá Dorrit í sextugsafmælisgjöf. Ég veit ekki hvort Dorrit verður á mínum óskalista þegar ég verð sex- tugur. En ég sagði ekkert. Yfirleitt segi ég ekki mikið þegar ég tala við Ólaf. 14.maí Kæra dagbók. Ég sofnaði út frá Jú- róvisjón í gærkvöldi. Og skrifaði því ekkert í bókina. Mig minnir að konan frá Moldóvíu hafi verið að syngja. Eitthvað um minningar sem hún vildi helst gleyma. Hrökk síð- an upp uppúr miðnætti. Með harm- kvælum. Lá í sófanum með snakk- mylsnu undir mér. Mig hafði verið að dreyma einhverja steypu. Einhverja myrka Shakespeare-veröld. Ég upp á heiði með Höskuldi Þórhallssyni. Rákumst á nornir sem litu út eins og Egill Helgason. „Við getum eiginlega ekki klikkað“ Fólk verður svo guðs lifandi fegið að losna við Jóhönnu og Steingrím. Þetta er eins og að troða upp á eftir Árna Johnsen. – Glefsur úr dagbókum Sigmundar Davíðs á vef Fréttatímans. Saman í sveitarferð. Male bonding. Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ New York & nágrenni Fararstjórar: Vigdís & Kristín Jóhannsdætur Verð: 249.900 kr. á mann í tvíbýli. Mikið innifalið! Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Borgin sem aldrei sefur. Iðandi mannlíf, spennandi söfn og magnaðar byggingar. Undurfagrir strand- og hafnarbæir á Long Island. 23. - 30. ágúst 00000 w w w. v e i d i k o r t i d . i s Eitt kort 35 vötn 6.900 kr FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ 36 dagbækur Helgin 17.-19. maí 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.