Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.05.2013, Qupperneq 38

Fréttatíminn - 17.05.2013, Qupperneq 38
38 prjónað Helgin 17.-19. maí 2013  PrjónaPistill Þau leiðu mistök urðu í síðasta prjónapistli að sokkauppskrift- in sjálf rataði ekki í blaðið. En hér kemur hún og ætti að vera tiltölulega auðveld fyrir þá sem hafa prjónað sokka áður. RIF Forvitnilegt er að sjá hvernig litirnir breytast þegar prjónað er með sjálfmynstrandi garni. Það er spennandi, ögrandi og skemmtilegt að prjóna þessa sokka. Garn A: Kambgarn svartur 0059, 50 g hnota Garn B: Zauberball sjálf- mynstrandi 1564, 100 g hnykill Prjónar: Sokkaprjónar nr 2½ Prjónfesta: 10 cm = 36 L slétt prjón á prjóna nr 2½ Erfiðleikastig: Hönnuður: Benný Ósk Harðardóttir Skóstærð: 26-27 (28-30) Uppskriftin Fitjið upp 60 (72) L á prjóna nr 2½ með lit A. stroff Tengið í hring og prj 3 (5) umf br. Fótleggur Mynstrið nær yfir 12 L og 8 umf. Prj mynstur. Endurtakið mynstrið alls 5 (7) sinnum. Franskur hæll Hællinn er prjónaður á 2 prjóna fram og til baka, yfir helming sokksins, með sléttu prjóni. Hælstallur Sameinið L af fyrsta og fjórða prjóni umf 30 (36) L. Notið lit A og prj fram og til baka, slétt frá réttu og brugðið frá röngu, alls 12 (14) umf (sú síðasta er frá röngunni). Setjið prjóna- merki í miðju hælsins og hafið jafnmargar L sitt hvoru megin við prjónamerkið, 15 (18) L. Hæltunga 1. umf: Prj sl 5 L fram yfir miðju, prj 2 L sl saman, prj 1 L sl, snúið við. 2. umf: Takið 1 L óprj, prj br 5 L fram yfir miðju, prj 2 L br saman, prj 1 L br, snúið við. 3. umf: Takið 1 L óprj, prj sl 6 L fram yfir miðju, prj 2 L sl saman, prj 1 L sl, snúið við. 4. umf: Takið 1 L óprj, prj br 6 L fram yfir miðju, prj 2 L br saman, prj 1 L br, snúið við. Endurtakið 3. og 4. umf, prjónið alltaf 1 L meira fram yfir miðju eftir hverjar 2 umf, þangað til allar hliðarlykkjur hafa verið prj með í úrtökur. Upptaka á lykkjum á hælstalli Snúið réttunni að og prjónið slétt yfir L hæltungu, takið upp 5 (6) L í hlið hæl- stalls. Prj L á ristarprjónunum eftir mynstri og takið upp 5 (6) L í hinni hlið hælstallsins og prj inn á miðja il. Skiptið L á hæltungu og hælstalli á fyrsta og fjórða prjón, þannig að jafn lykkju- fjöldi verði á hverjum prjóni. Prj áfram í hring eftir mynstri. Framleisti Prj mynstur 3 (5) sinnum til viðbótar. Athugið að hafa jafnmargar L á hverjum prjóni áður en táúrtaka hefst. táúrtaka Notið lit A og takið úr á eftir- farandi hátt: 1. umf: Fyrsti prjónn: Prj þangað til 3 L eru eftir á prjóninum, prj 2 L sl saman, prj 1 L. Annar prjónn: Prj 1 L sl, takið 1 L óprj, prj 1 L sl, steypið óprj L yfir prjónuðu L, prj sl út prjóninn. Þriðji prjónn: eins og fyrsti prjónn. Fjórði prjónn: eins og annar prjónn. 2. umf: Prj allar L sl. Endurtakið þessar 2 umf 3svar sinnum. Takið síðan úr í hverri umf þangað til 8 L eru eftir. Slítið bandið frá og dragið endann í gengum lykkjurnar. Frágangur Gangið frá endum. Skolið úr sokknum og njótið! – fyrst og fre mst ódýr! 45% afsláttur 24 x 33 cl dósir í kassa! 998kr.kassinn Verð áður 1896 kr. kassi nn Kristall, Pepsi, Pepsi M ax kassi með 24 33 cl d ósum Hámark 5 kassar á mann meðan birgðir en dast! Gerum hús að heimili TEKK COMPANY og HABITAT Kauptúni | Sími 564 4400 www.habitat.is | Vefverslun á www.tekk.is Opið fös. og lau. kl. 11-18 Lokað hvítasunnudag og annan í hvítasunnu. Nýjar vörur í betri búð aFsláttur aF cori sóFum Frá habitat 20 CORI sófi frá HABITAT 2ja sæta 184.000 kr. 3ja sæta 216.000 kr. stóll 120.000 kr. Myndprjón M yndprjónið (intarsia á ensku) var mjög vinsælt um og eftir 1990 en hefur legið í dvala um tíma. Á meðan hefur kaðla- og gataprjón ráðið ríkjum, en nú er myndprjónið loksins komið aftur í tísku! En hvað er myndprjón? Þeir sem hafa prjónað með fleiri en einum lit í einu þekkja vafalaust tvíbandaprjón, enda er það notað í hefð- bundnar lopapeysur. Þá eru kannski tveir litir notaðir í sömu umferð og látnir fylgjast að alla umferðina. Garnliturinn sem er ekki prjónaður með er látinn liggja á röngunni þar til röðin kemur að honum og þá er víxlað. Þegar rangan er skoðuð sjást því alltaf báðir litirnir og mynsturhlutinn verður þykkari en sá hluti peysunnar sem er prjón- aður með einum garnlit. Myndprjónstæknin er frá- brugðin því þar er hver mynd- flötur prjónaður með sérstökum garnspotta þannig að öll flíkin verður jafnþykk. Hægt er að prjóna myndfleti mismunandi að stærð og lögun. Aðalatriðið er að þegar að byrjað er á nýjum fleti er bara notaður einn garnlitur í einu, ólíkt tvíbandaprjóni, og því liggur ekkert garn meðfram á bak við. Þegar myndfletir mætast er mikil- vægt að krækja spottunum saman um leið og skipt er um lit svo ekki myndist gat. Tæknilega krefst myndprjónið þess að prjónað sé fram og til baka því ef prjónað væri í hring kæmi maður að nýjum myndfleti með spottann öfugu megin. Oftast er notað sléttprjón og þess vegna er þægilegt að læra að prjóna fram og til baka þannig að réttan snúi alltaf að manni. Með öðrum orðum prjóna frá hægri til vinstri (eins og við erum vön) og í staðinn fyrir að snúa við og prjóna brugðið að þá er prjónað frá vinstri til hægri eða til baka. Kynnið ykkur aðferðir við þetta með því að kíkja t.d. á You Tube eða fáið einhvern til að sýna ykkur. Rétt er að taka fram að það er hægt að prjóna t.d. peysu í hring með myndprjóni, en þá þarf að prjóna peysuna fram og til baka en tengja saman þar sem umferðar- skilin eru. Þetta er hægt að kynna sér á You Tube, eins og svo margt annað með því að slá inn leitarorð- in intarsia, knitting in the round. Kosturinn við myndprjón er að það er hægt að prjóna nán- ast hvaða myndflöt sem er og litafjöldanum eru ekki takmörk sett, en gallinn er að því fleiri litir, því meira mál getur verið að halda reiðu á garninu sem tengist hverjum og einum fleti. Margir telja hentugra að nota langa spotta fyrir hvern myndflöt, frekar en að vera með garnið fast við hnykil eða hnotu því þá vill það flækjast. Ef langur spotti er notaður og margir litir eru notaðir í sömu umferð er þægilegt að draga spott- ann úr flækjunni og losa um leið og prjóna á næsta flöt með honum. Það er líka hægt að útbúa eða kaupa sérstök spjöld til að vefja garnið utan um fyrir myndprjón. Kúnstin við myndprjónið er að halda prjónfestunni jafnri, það er að lykkjurnar við litaskilin verði ekki lausari eða fastari en aðrar lykkjur. Hafa verður í huga að eftir að prjónaskapnum lýkur og skolað hefur verið út stykkinu gerir smá strekking oft kraftaverk og allt lítur betur út. Eins og með allt prjónað, þá er fyrst að kynna sér tæknina og prófa sig áfram og þá kemur oft á óvart hve einfaldir hlutir geta verið, svona þegar maður er búinn að læra þá. Með prjónakveðju. Það er ögrandi og skemmtilegt að prjóna þessa sokka. Guðrún Hannele Henttinen hannele@ storkurinn.is Sokkarnir góðu Sokkamynstrið. Peysur í nýjasta ROWAN blaðinu þar sem myndprjónstæknin er notuð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.