Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.05.2013, Síða 51

Fréttatíminn - 17.05.2013, Síða 51
húðvörur 51Helgin 17.-19. maí 2013 SUNSCREEN Besta sólvörnin í óháðum prófunum Proderm er byltingarkennd sólarvörn, grunnformúlan er læknisfræðilega skráð og þolir sund, sjó og handklæðaþurrkun. Myndar einstaka rakafyllta vörn í húðinni sem líkist varnarkerfi húðarinnar. Heldur húðinni mjúkri og lagar húðþurrk fljótt, veitir hámarksvörn gegn húðskaða og húðöldrun. Engin fita eða glansáferð. Fyrir allar húðgerðir, börn og fullorðna Meðmæli húðlækna. Ekkert paraben, engin ilm- eða litarefni, engin nanótækni. www.proderm.is sólarvörn Langvirk þróuð fyrir viðkvæma norræna húð  Húð Líkaminn framLeiðir HyaLuronic-sýru Hvað í ósköpunum er hyaluronic-sýra? Eitt af þessum furðulegu nöfnum sem lesa má á fjölda húðvara í dag er „hyaluronic-sýra“. Sýran er þó ekki furðulegri en svo að líkaminn er duglegur að framleiða hana sjálfur framan af. Þegar árin færast yfir minnkar framleiðslan og því leitast sumir eftir því að fá sýruna í húðvörum til að minnka hrukkur. Íbúar japanska þorpsins Yuzuri Hara komust í heimsfréttirnar fyrir rúmum áratug þegar í ljós kom að ekki aðeins voru þeir langlífir heldur þjást þeir ekki af gigtarsjúkdómum og húð þeirra er sérstaklega stinn, þrátt fyrir að vera mikið í sól og reykja óhóflega. ABC- fréttastofan greindi þá frá því að æskuljómi þorpsbúa væri rakinn til mataræðis þeirra sem innihélt mikið af sterkju og er talið auka á framleiðslu líkamans á hyaluronic-sýru. Hyaluronic-sýra finnst víða í vefjum líkam- ans, til að mynda í liðum, en um helmingur- inn er í húðinni. Flest erum við löngu farin að kannast við kollagen sem er nauðsynlegt til að viðhalda styrk og teygjanleika húðar. Þar er síðan hyaluronic-sýran sem nærir kollagenið. Með aldrinum minnkar fram- leiðsla á þessum efnum í líkamanum með þekktum afleiðingum, húðin verður slöpp og þurr. Sérstakir eiginleikar hyaluronic-sýrunn- ar felast í að hún bindur vatn í húðinni og minnkar þannig hrukkur. Raunar eru sýran svo öflug að hún getur bundið allt að þúsund- falda þyngd sína af vatni. Vegna þessa hefur hún gjarnan verið kölluð náttúrulegt bótox og hafa sumir látið sprauta sýrunni undir húðina til að fegra hana og næra. Öllu hand- hægara er að fá þessi sömu efni í húðvörum sem bornar eru á andlit, háls og önnur svæði sem þurfa aukinn raka og teygjanleika. Hyaluronic-sýra getur bundið þúsundfalda þyngd sína í raka en húðin missir raka þegar hún eldist. Getty/NordicPhotos.  Húð serum er fyrir konur, karLa og ungLinga Hvað er serum? Á síðustu árum hafa flest snyrtivörufyrirtæki sett svokallað serum á markað og varla er til sú íslenska kona sem ekki hefur prófað minnst eina tegund. En hvað er eiginlega þetta efni sem skyndilega stendur til boða í hverri einustu snyrtivörubúð? Serum eru einskonar húðdropar en þó aldrei kallaðir annað en serum. Það inniheldur mikið magn af virkum efnum og skýrir það af hverju það kostar heldur meira en hefðbundin andlitskrem. Um er að ræða glæran vökva með geláferð sem gengur hratt inn í húðina og nær að vinna á innri lögum hennar. Aðeins þarf að nota mjög lítið magn í einu og ser- umið dreifist vel. Áferð húðarinnar verður þá silkislétt. Ef áferðin verður klístrug hefur þú að öllum líkindum notað of mikið í einu. Eftir á er síðan hægt að bera á sig hefðbundið dagkrem eða næturkrem. Einn helsti munurinn á serum og andlitskremum er að húðin nýtir betur virku efnin í seruminu og árangur sést mun fyrr af notkuninni. Allar húðgerðir geta notið góðs af því að nota serum og almennt er talað um að það veiti raka, næri, örvi og endurveki ljóma húðarinnar. Eins og með aðrar húðvörur eru sum serum sérstaklega gerð til að vinna á ákveðnum kvillum, minnka hrukkur, draga úr þurrku- blettum. Annað dæmi um hversu víðtæk áhrif serum hafa á húðina er að þau henta jafnt táningum með bólur, konum sem vilja minnka fínar línur í húðinni og karlmönnum sem vilja losna við ertingu í húð eftir rakstur. Serum gengur hratt inn í húðina og sést árangur af notkun yfirleitt mun fyrr en af andlitskremum. Mynd/Getty/NordicPhotos. Erla Hlynsdóttir erla@ frettatiminn.is Hefur verið kölluð náttúrulegt bótox. Erla Hlynsdóttir erla@ frettatiminn.is

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.