Fréttatíminn - 17.05.2013, Síða 62
62 bíó Helgin 17.-19. maí 2013
Toby Ma-
guire leikur
sögumann-
inn Nick
Carraway
sem
vingast
við Gatsby
sem er
þekktur
á Langa-
sandi fyrir
stórkost-
legar
veislur
sínar.
The GreaT GaTsBy DiCaprio í sTað reDforDs
Á stralski leikstjórinn Baz Luhrman hefur haft frekar hægt um sig frá því hann sendi myndina Australia 2008.
Áður en hann gerði þennan óð til móður-
jarðar sinnar leikstýrði hann hinni litríku og
mögnuðu Moulin Rouge! 2001.
Í Moulin Rouge! léku Nicole Kidman og
Ewan McGregor forboðna elskendur sem
ekki var ætlað að fá að njótast en kynni
þeirra hófust á hinum goðsagnarkennda
næturklúbbi Rauðu myllunni í París.
Forboðnar ástir virðast Luhrman mjög
hugleiknar en hann sló í gegn árið 1996
með mjög svo líflegri og stílfærðri mynd um
Rómeó og Júlíu og í The Great Gatsby bíður
milljónamæringurinn hlédrægi endalaust
eftir henni Daisy sinni Buchanan. Konu sem
hann átti í ástarsambandi nokkrum árum
áður. Hún er nú gift skítalabbanum Tom en
Gatsby hefur ekki gefið upp vonina um að
hann nái Daisy aftur.
Leonardo DiCaprio og Claire Danes léku
elskendurna í Romeo + Juliet og Luhrman
teflir nú fram honum Rómeó sínum í hlut-
verki Gatsby sem Robert Redford gerði eftir-
minnileg skil fyrir tæpum 40 árum. Carey
Mulligan leikur Daisy, Joel Edgerton leikur
eiginmann hennar sem heldur við hina laus-
beisluðu og frökku Myrtle sem Isla Fiser
leikur. Þótt Tom sé framhjáhaldsslúbbert
bregst hann hinn versti við þegar hann kemst
að því að enn lifir í gömlum glæðum á milli
Gatsby og Daisy og leggst í sóðalega ófræg-
ingarherferð, gegn prúðmenninu Gatsby,
sem á eftir að draga dilk á eftir sér.
Toby Maguire leikur sögumanninn Nick
Carraway sem vingast við Gatsby sem er
þekktur á Langasandi fyrir stórkostlegar
veislur sínar þótt hann sé svo hlédrægur að
fæstir gestanna hafa nokkru sinni hitt hann.
Nick er þunglyndur og alkóhólíseraður
hermaður úr fyrri heimsstyrjöldinni sem fær
innsýn í spilltan heim hinna ríku á Langa-
sandi en þar stendur Jay Gatsby upp úr
drullupollinum. Óspillur af auði sínum og vel
liðinn af þeim fáu sem þekkja hann í raun og
veru.
Leikstjórinn Jack Clayton gerði kvikmynd
byggða á The Great Gatsby, eftir handriti
Francis Ford Coppola, árið 1974. Sem fyrr
segir lék Redford aðalpersónuna en Sam Wa-
terston, sem í seinni tíð er þekktastur sem
saksóknarinn Jack McCoy í sjónvarpsþátt-
unum Law&Order, lék sögumanninn Nick.
Mia Farrow lék Daisy og Bruce Dern lék
eiginmann hennar. Luhrman stillir sínu fólki
því upp andspænis sterkum hópi leikara sem
kastar stórum skugga frá árinu 1974.
Luhrman hefur þó sýnt í sínum fyrr
verkum að hann getur laðað fram mikla
stemningu og er á heimavelli þegar kemur
að búningum og stórum og stílfærðum
senum. Gagnrýnendur hafa þó tekið nýjustu
útgáfunni að The Great Gatsby nokkuð mis-
jafnlega en aðsókn á myndina hefur engu að
síður verið býsna góð.
Aðrir miðlar: Imdb: 7,5, Rotten Tomatoes: 49%,
Metacritic: 55%
Skáldsagan The Great Gatsby, eftir F. Scott Fitzgerald, er almennt talin eitt lykilverka bandarískr-
ar bókmenntasögu. Bókin kom fyrst út árið 1925 og hefur verið kvikmynduð nokkrum sinnum.
Útgáfan frá árinu 1974, með Robert Redford í titilhlutverkinu, er sú þekktasta en Baz Luhrman
setur nú Leonardo DiCaprio til höfuðs Redford í hlutverki hins dularfulla auðmanns Jay Gatsby.
Sagan gerist á djössuðum sukktímum á Long Beach sumarið 1922 og greinir frá kynnum þung-
lynda alkóhólistans Nick Carraway af Gatsby og mis spilltu fólki í kringum hann.
Þórarinn
Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Ástir og örlög á Langasandi
Nick kynnist hinum dularfulla glaumgosa Gatsby og verður ekki samur maður eftir þau dramatísku kynni.
Sacha Baron Cohen gerir The Lesbian
Sacha Baron Cohen, sem gert hefur
garðinn frægan sem Ali G og Borat, hefur
fengið dönsku háðfuglana úr Klovn,
Casper Christensen og Frank Hvam, til
þess að skrifa handrit kvikmyndarinnar
The Lesbian sem hann stefnir á að gera
á næstunni. Cohen gerði sér lítið fyrir
og flaug til Danmerkur til þess að fá þá
félaga til liðs við sig en eins og við mátti
búast var það auðsótt mál.
The Lesbian byggir á raunverulegum
atburðum sem áttu sér stað þegar
milljarðamæringur í Hong Kong bauð
hverjum þeim karlmanni, sem gæti unnið
hug lesbískrar dóttur sinnar, 65 milljónir
dollara.
Casper og Frank hafa undanfarið
unnið að framhaldi hinnar vinsælu Klovn-
kvikmyndar en einhenda sér nú í skrifin
fyrir Cohen.
Arnold Schwarzenegger er kominn aftur
með látum og gæti birst í endurgerð hinnar
stórundarlegu myndar The Toxic Avenger.
hanDriTsGerð samvinna Grínara
Dönsku grínararnir Casper og Frank
þurfa ekki að kvarta yfir verkefna-
skorti og nú hefur Sacha Baron Cohen
fengið þá til handritaskrifa.
sChwarzeneGGer furðuleGT verkefni
Líklegur þjálfari Toxic Avenger
Arnold Schwarzenegger var fljótur
að hasla sér völl í kvikmyndum á ný
eftir að hann hætti sem ríkisstjóri
Kaliforníu. Hann hefur haldið sig á
heimavelli spennumyndanna þrátt
fyrir að ellin sé farin að narta í hæl-
ana á honum. Hann gekk vasklega
fram í hópi roskinna vöðvabúnta
í The Expendables 2 og átti síðan
sviðið einn í The Last Stand.
Nú kemur hins vegar til greina
að Arnold taki að sér hlutverk í
endurgerð hinnar vægast sagt súru
Troma-myndar The Toxic Avenger
sem Lloyd Kaufman gerði árið 1984.
Í Toxic Avenger breyttist ræsti-
tæknirinn og lúðinn Melvin í
ofurhetju þegar hann féll ofan í
geislavirkan úrgang. Að vísu var
fátt hetjulegt við hann þar sem
hann afmyndaðist allur í eitur-
baðinu en það aftraði honum
ekki frá því að berja á óþjóðalýð
með moppuna á lofti.
Hugmyndin er að Arnold taki
að sér hlutverk fyrrverandi sér-
sveitarmanns sem tekur að sér
að þjálfa Toxic Avenger og kenna
honum að nota nýfundna krafta
sína til góðs.
Heyrðu umskiptin, fáðu
heyrnartæki til reynslu
Okkar markmið er
að allir landsmenn
heyri vel
Heyrnarþjónusta
Hlíðasmára 11 – 210 Kópavogi- Sími 534-9600 – heyrn.is
Laugavegi 25 - S: 553-3003
H ö n n u n a r
h ú s
www.hrim.is
Opnunartími
Mán-fös
10:00-18:00
Laugardaga
11:00-18:00
Sunnudaga
13:00-17:00
Flott hönnun er góð gjöf
HANNAH ARENDT
LAU - SUN: 17:50, 20:00 (L)
JAGTEN
LAU - SUN: 17:50, 22:00 (12)
SKÓLANEMAR: 25% AfSLáTTUR GEGN fRAMvíSUN SKíRTEiNiS!
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711