Fréttatíminn - 17.05.2013, Qupperneq 70
É g hef alltaf haft mikinn áhuga á tónlist og eitt árið gaf konan mér kassagítar í jólagjöf. Ég
hafði reyndar talað um að mig langaði
í trommusett. Svo rakst ég á bók með
öllum lögum Bítlanna og gripum við þau
og fór að gutla. Þetta hefur undið upp á
sig og ég hef verið í gítarnámi í GÍS í tvo
vetur og er nú farinn að spila með þessari
hljómsveit,“ segir Haukur Holm frétta-
maður.
Haukur, sem er 57 ára, spilar á gítar
með hljómsveitinni Smyrlunum. Hljóm-
sveitin æfir einu sinni í viku á veturna og
Haukur gekk til liðs við bandið í fyrra.
„Þetta eru nokkrir svilar sem hafa verið
að spila saman. Einn þeirra er eigin-
maður barnsmóður minnar og mér var
boðið að spila með. Nafnið kom þegar
kona eins var spurð út í bandið og ruglaði
saman Svilarnir og Smyrlarnir.“
Hvernig tónlist spila Smyrlarnir?
„Við spilum rokk í sinni fjölbreyttustu
mynd. Tom Petty, Santana, Stones og við
erum aðeins að reyna við Pink Floyd með
takmörkuðum árangri. Enginn okkar
er afburðamaður en það eru allir mjög
áhugaamir og glaðir. Við höfum mikla
ánægju af þessu þó við séum ekki með
Jimmy Page- og Bonham-takta. Og það
er alls enginn Mick Jagger í hópnum.“
Smyrlarnir hafa að mestu haldið sig
í æfingahúsnæðinu en hafa þó troðið
upp „innan stórfjölskyldunnar“ eins og
Haukur orðar það. „Við horfum auðvit-
að vonaraugum á stóra sviðið en það er
kannski meira af vilja en mætti.“
Er þetta ekki bara afsökun til að hittast
og drekka bjór?
„Nei nei, við erum allir bláedrú. Okkur
veitir ekki af því að vera með öll skynfæri
klár. Við erum ekki orðnir nógu góðir til
að spila fullir.“
Haukur er pabbi Georgs Holm, bassa-
leikara Sigur Rósar, og Kjartans Dags
Holm úr For a Minor Reflection, en hann
spilar einmitt með Sigur Rós á tónleikum
um þessar mundir. Haukur var spurður
hvort hann hefði eitthvað spilað með
strákunum sínum.
„Nei, ekki ennþá. En ég er alltaf að
væla í þeim um það. Svo á ég einn strák
enn og hann er harðasti krítíkerinn
minn. Hann er þrettán ára og er að læra
á gítar. Hann sér fyrir sér að spila með
bræðrum sínum en er fullur efasemda
um að ég muni gera það,“ segir Haukur.
Hann segir að ungi maðurinn sé óhrædd-
ur við að segja sína skoðun. „Einu sinni
var ég að spila á gítarinn inni í stofu og
hann var í baði. Þá kallaði hann í mömmu
sína og sagði við hana: „Ég veit að pabba
dreymir um að verða gítarleikari en það
geta bara ekki allir draumar ræst!,““
segir Haukur og hlær.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
Þórhallur Guðmundsson Bókelskur united-maður
Hallar sér að Gyrði þegar illa gengur
Kolbrún Bergþórsdóttir ærði óstöðuga aðdá-
endur Manchester United með pistli sem
hún skrifaði í Morgunblaðið í vikunni. Það
undraðist hún mjög að fullorðnir karlmenn
væru með böggum hildar og í miklu fári
vegna starfsloka Sir Alex Ferguson knatt-
spyrnustjóra. Mörgum þótti Kolbrún vega
að vitsmunum United-fólks með því að hvetja
það til þess að lesa bækur frekar en láta allt
hverfast um boltann.
Þórhallur Guðmundsson verkefnastjóri er
dyggur stuðningsmaður United en les einnig
mikið af bókum og tók sneiðina því ekki til
sín. „Ég er einn af þeim sem er alltaf að lesa
nokkrar bækur í einu og þar sem kærastan
mín er eins þá er náttborðið, og eiginlega allt
laust pláss í svefnherberginu, undirlagt af
bókum.“
Þórhallur hefur nýlokið við að lesa Blood
Meridian aftur en hún er eftir einn uppá-
haldshöfundinn hans, Cormac McCarthy.
„Í augnablikinu að lesa tvær bækur, Travel
in dangerous places eftir John Keay, safn
sagnaþátta um hrakningar og, oftast, dauða
löngu gleymdra landkönnuða, og Útlaga eftir
Jakob Ejersbo sem mér gengur hægt með.“
Á náttborðinu er líka Ljóðasafn Stefáns
Harðar Grímssonar og Hér vex enginn
sítrónuviður, ljóðasafn Gyrðis Elíassonar
„en ég glugga stundum í ljóð þegar tilvistar-
kreppan yfir slöku gengi Manchester United
er að drepa mig.“
Hvað Kolbrúnu varðar hefur United-bóka-
ormurinn þetta að segja: „Pistill Kolbrúnar
var eflaust ljómandi skemmtilegur og skrif-
aður til gamans og leiðinlegt að ég hafi ekki
lesið hann, nóg urðu sumir kynbræður mínir
reiðir og fannst að þeim og gáfnafari þeirra
vegið, því að það er eitthvað svo heillandi við
þá staðalímynd að við sem fylgjumst með
knattspyrnu séum þröngsýnir og ólæsir
bjánar. Eins og það er líka eitthvað heillandi
við staðalímynd bókmenntafræðingsins að
það séu bara sérvitrar og skringilegar mið-
aldra konur sem veljist í þau fræði.“ -þþ
Þórhallur les ekki sjálfsævisögur leikmanna og
sjúkranuddara Manchester United en gæti hugsað
sér að lesa Managing my life eftir Alex Ferguson.
tónlist haukur holm kominn í hljómsveit eins oG synirnir
Ekki orðnir nógu
góðir til að spila fullir
Fréttamaðurinn Haukur Holm stendur vaktina á RÚV um þessar mundir. Á þriðjudagskvöldum
slekkur hann þó á símanum því þá er æfing hjá hljómsveitinni Smyrlunum. Haukur á tvo syni
sem spila fyrir þúsundir áhorfenda með Sigur Rós en harðasti gagnrýnandinn er yngsti sonur-
inn, þrettán ára.
Ég veit
að pabba
dreymir um
að verða
gítarleikari
en það
geta bara
ekki allir
draumar
ræst!
Smyrlarnir á vikulegri æfingu á þriðjudagskvöldið. Frá vinstri eru Haukur Holm fréttamaður og gítarleikari, Ævar Rafn
Kjartansson trefjabátasmiður sem spilar á bassa, trommuleikarinn Guðmundur Vignir Hauksson sem er forstjóri hrein-
gerningafyrirtækis, Eysteinn Sigurðsson fasteignasali sem spilar á gítar og sitjandi er Reynir Þorvaldsson byggingatækni-
fræðingur sem spilar á gítar og syngur. Á myndina vantar Kristján Sigurðsson skólastjóra sem spilar á píanó. Ljósmynd/Hari
Garðar Thor í gamanþætti
Skarphéðinn Guðmundsson, nýráðinn dag-
skrárstjóri Sjónvarpsins, er greinilega farinn að
láta til sín taka þegar kemur að leiknu innlendu
efni. Tökur eru að hefjast á nýrri gamanþátta-
röð í sex þáttum fyrir Sjónvarpið en stefnt er á
sýningar með haustinu. Arnór Pálmi, höfundur
hinna ágætu þátta Hæ Gosi, sem Skjár einn
hefur sýnt, skrifar handritið ásamt leikkonunni
og grínistanum Önnu Svövu Knútsdóttur.
Almannatengillinn fjölhæfi, Karl Pétur Jónsson,
framleiðir ásamt Arnari Knútssyni, einum
framleiðenda bíómyndarinnar Svartur á leik.
Anna Svava verður í öðru aðalhlutverkanna á
móti Garðari Thor Cortes sem gerði það gott
fyrir margt löngu í sjónvarpsþáttunum um
Nonna og Manna en er á síðustu árum þekktari
fyrir ómþýða rödd sína sem söngvari.
Sérstakur Ari Eldjárn
Sjónvarpið býður þó ekki með allt
grín til haustsins og eftir rúma viku
verður sýndur sérstakur þáttur með
grínistanum Ara Eldjárn. Umgjörð
þáttarins minnir um margt á
skemmtiþætti Dave Allen sem nutu
mikilla vinsælda í Sjónvarpinu fyrir
nokkrum áratugum. Eins og þeir
muna sem komnir eru til vits og ára
sat Allen glaðhlakkalegur í háum stól,
með viskíglas við höndina, og reytti
af sér brandara á milli þess sem hann
sýndi stutt leikin gríninnskot. Ari mun
hafa svipaðan hátt á þótt viskíinu
verði sleppt en hann var á fullu í
tökum fyrir þáttinn í vikunni.
70 dægurmál Helgin 17.-19. maí 2013