Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.05.2013, Qupperneq 76

Fréttatíminn - 17.05.2013, Qupperneq 76
4 ÍSLENSKT GRÆNMETIVOR 2013 Tómatbaka 4 tómatar, vel þroskaðir 200 g kirsiberjatómatar 1 gúrka 1 dós kjúklingabaunir 12-15 grænar ólífur, steinlausar 1 rauðlaukur 1 poki Gullfoss frá Hverat 4 msk olía 1 msk epla- eða hvítvínsedik 2-3 msk steinselja, söxuð nýmalaður pipar salt 200 g hveiti 90 g smjör, skorið í bita 1 egg 3 msk sýrður rjómi (helst 36%) eða rjómi 1 msk dijon-sinnep 8 tómatar, vel þroskaðir nýmalaður pipar salt nokkrar greinar af fersku timjani Tómatarnir skornir í helminga, fræin skafin úr þeim með skeið og þeir síðan skornir í geira. Kirsiberjatómatarnir Hveiti og smjör sett í matvinnnsluvél og hún látin ganga smástund. Egginu bætt út í og vélin látin ganga þar til unnt er að hnoða deigið saman. Svolitlu hveiti bætt við ef deigið er of lint, köldu vatni ef það er of stíft. Vafið í plast og kælt í hálftíma. Ofninn hitaður í 180°C. Deigið er svo flatt Salat með kjúklingabaunum og ólífum þunnt út (gott að breiða bökunarpappír undir og fletja það út á honum), lagt yfir meðalstórt bökuform eða lausbotna form, þrýst létt niður og barmarnir snyrtir. Sýrðum rjóma og sinnepi blandað saman og smurt á botninn. Tómatarnir helmingaðir, fræin skafin úr þeim með teskeið og þeir síðan skornir í sneiðar eða geira sem raðað er á bökubotninn. Kryddað með pipar og salti, blöðin strokin af timjangreinunum og dreift yfir, og bakað í 40-45 mínútur, eða þar til tómatarnir eru byrjaðir að taka lit. - NR skornir í tvennt. Gúrkan skorin í litla teninga. Vökvanum hellt af kjúklingabaununum, ólífurnar skornar í tvennt eða þrennt og rauðlaukurinn saxaður smátt. Allt sett í skál ásamt Íslandssalatinu og blandað vel. Olía, edik, steinselja, pipar og salt hrist eða hrært vel saman, hellt yfir salatið og blandað. Látið standa smástund áður en það er borið fram. - NR Þegar litið er yfir ræktunina hjá þeim Ragnari Sverrissyni og Sigrúnu Þorsteinsdóttur í Ösp er litadýrðin allsráðandi. Græni liturinn er í ótal blæbrigðum og eins gefur að líta fallega rauðbrúna liti. Ragnar og Sigrún hafa lagt sig fram við að bjóða upp á nýjungar. „Við ræktum hér tólf tegundir af salati. Hér er ég með tegund sem er tvílit, græn og rauð“, segir Ragnar. Hann leggur áherslu á vistvæna ræktun og neytendur geta verið vissir um að íslenskt salat sé ferskt og ómengað. „Við framleiðum hér sjö tegundir af salati, sem við seljum niðurskorið í pokum, en auk þess erum við með pottasalat“, segir Ragnar Garðyrkja hófst í Laugarási á fimmta áratug síðustu aldar. Foreldrar Ragnars, Sverrir Ragnarsson og Karítas Melstað,hófu garðyrkju í Laugarásnum árið 1970. Sverrir og Karítas ræktuðu tómata og gúrkur til að byrja með og hófu rósarækt árið 1987. Þau höfðu alfarið fært sig yfir í rósirnar þegar Ragnar og Sigrún komu inn í reksturinn ellefu árum síðar, en þau hófu aftur tómata og gúrkurækt á staðnum. Nýlega hófu þau svo ræktun á salati. Engin eiturefni eru notuð á plönturnar en lífrænum vörnum beitt. Býflugur sjá um að frjóvga tómata plönturnar. Tómatarnir eru tíndir þrisvar í viku. Grænmetið fer samdægurs til neytenda en það er tínt að morgni og er komið í verslanir eftir hádegið. Fimm manns starfa við garðyrkjustöðina ásamt hjónunum. Ragnar og Sigrún rækta 13 tegundir af rósum og þau senda um 2-300.000 rósir ár markað á ári. Þau voru jafnframt fyrstu garðyrkjubændurnir á landinu til að nota lífrænar varnir í blómarækt og hafa síðan fleiri fylgt í kjölfarið. Ragnar segir þau hjónin stöðugt vera að leita leiða til að bæta við ræktunina í Laugarásnum. Tómatplantan er upprunnin í Mið-Ameríku og Perú en barst fyrst til Evrópu á tímum landafundanna miklu. Nafnið er komið frá Aztekum þar sem tómaturinn heitir tumatl. Lengi vel var tómatplantan ræktuð eingöngu til skrauts, þar sem menn töldu að hin dökkrauðu aldin hennar væru eitruð. Upphaflega voru aldin tómatplöntunnar mun minni en þau eru nú eða á stærð við kirsuber, en þaðan er einmitt komið nafnið á litlu kirsuberjatómatana. Það var fyrst í byrjun 19. aldar sem ræktun á tómat sem matjurt hófst að marki en nú er tómatur eitt algengasta aldinmetið sem við leggjum okkur til munns. NæriNgargildi Í tómötum er A- og C-vítamíni, en auk þess eru þeir ríkir af steinefnum og ávaxtasýru. Í þeim eru fáar hitaeiningar. Í 100 g eru aðeins 23 hitaeiningar. Lycopene sem er karótínefni og gefur tómötum rauða litinn er flokkað með plöntuefnum (phytonutrient) og liggur hollustugildi þess í því hversu öflugt andoxunarefni það er. Lycopene er samkvæmt rannsóknum eitt öflugasta andoxunarefnið en það dregur úr líkum á t.d. krabbameini, hjartasjúkdómum og heilablóðfalli. Talið er að andoxunarefni verji frumur líkamans gegn stakeindum (free raidcals) sem geta skemmt frumuhimnur, valdið þránun (oxun) fitusýra og ráðist á DNA erfðaefnið og skemmt það. Þráun slæma kólesterólsins, LDL er einmitt fyrsta skrefið í keðjuverkandi ferli þar sem LDL verður fyrir oxun og afleiðing þess er meiri viðloðun við æðaveggina sem að lokum getur orðið til þess að æðin stíflast. Vísindamenn við Kuopio háskólann í Austur-Finnlandi hafa rannsakað áhrif lýkópens. Það dregur úr bólgum og kemur í veg fyrir að tappar myndist í blóði. Rannsóknin náði til um eittþúsund manns og stóð í 12 ár. Í ljós kom að þeir sem höfðu mest af lýkópen í blóðinu voru síður í hættu en aðrir að fá heilablóðafal. Í ljós kom að þeir sem borðuðu mikið af tómötum drógu úr hættu á heilablóðfalli um allt að 55 prósent. Rannsóknir hafa sýnt fram á að lycopene nýtist líkamanum betur þegar búið er að elda tómatinn og því er tilvalið að setja tómata á grillið, baka þá í ofni eða nota þá í ýmis konar rétti. Við hitunina rofna frumuhimnurnar í tómatinum og þannig á lycopenið greiðari leið út. Mest má finna af næringarefnum í vökvanum sem umlykur fræin, og er því mikilvægt að sá vökvi sé hafður með í matreiðslunni. Tómatar -stórir, litlir og alls konar salaT salat í ótal blæbrigðum -frá garðyrkjustöðinni Ösp í Laugarási. Ragnar og Sigrún voru fyrstu garðyrkjubændurnir á landinu til að nota lífrænar varnir í blómarækt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.