Heimilisritið - 01.03.1945, Side 12

Heimilisritið - 01.03.1945, Side 12
eins og herbergið lifnaði við blrt- una. Ef við gætum alltaf verið svona saman, hugsaði hún, hérna á heimilinu, þar sem þau höfðu búið saman, óhult og ástfangin. Nú voru þau saman hérna og hún gat hrint burtu hugsuninni um, að heimfaraxleyfi hans tæki enda — gleýmt því, og látið eiiis og allt hafði verið áður. Svo boröum við saman á morgun. niður við lækinn, hugsaði hún. Eg næ í reyktan kalkúnhana og kampavín, svo tökum við ferða- fóninn og spilum gömlu lögin: „Night and day“ og „Star dust“. Tom hreyfði sig. Hundurinn leit upp og horfði á húsbónda sinn spurnaraugum. „Kurt, gamli skarfur“, sagði Tom. „Þú flytur í borgina á morgun, þú og Darsie. Þér lík- ar það kanski ekki, en þú verð- ur að sætta þig við það. Allir verða að læra að fórna og þú ert engin undantekning". Darsie leit undrandi upp. „Æ3, nei Tom. Ekki fara héðan á morgun!“ Hann kinkaði kolli hægc. „Eg verð að gefa skýrslu í Camp Dix, og dvel þar um tíma. Eg hefi fengið íbúð handa þér hjá tveimur öðrum giftum konum. Eg mun fá tækifæri til að sjá þig oft á meðan..“ „Á meðan?“, endurtók hún með kvíða, og hallaði höfðinu að öxl hans. 10 Hann tók fastara utan um hana. „Bara á meðan“. Hún lá alveg kyr með höfuð- ið upp við nýja einkennismerk- ið á öxl hans. Hérna og núna verðurðu skil- málalaust að gera upp við sjálfa þig Darsie, hugsaði hún. Nú þýðir ekki að hopa lengur. Allt hefur breyzt og þú verður að horfast í augu við það. „Eg fæ mér atvinnu við hergagna- iðnað“, sagði hún loks. „Já,“ svaraði hann. „Það er líklega bezt“. Þau stóðu upp og gengu sam- an um herbergið. Hún horfði á kornblómið sem hún hafði ann- ast svo vel og lengi og á eikar- borðið og stólinn, sem Tom hafði sjálfur smíðað. Henni fannst allt vera í þoku fyrir augum sér, en reyndi að herða sig upp. Tom dró hana að sér. „Það verður allt hér, þegar við kom- um aftur, elskan mín,“ sagði hann fullvissandi. „Applecot mun bíða eftir okkur“. flún hélt utan um hann, þar til kjarkur hans gaf henni styrk, sem hún þyrfti brátt að læra að finna án hans hjálpar. Hún leit upp og brosti til hans. „Auðvitað", sagði hún djarflega. „Applecot bíður okk- ar, þangað til við komum aft- ur saman“. „Já“, sagði hann, „við munum koma aftur, ástin mín“. HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.