Heimilisritið - 01.03.1945, Qupperneq 19
landi en nokkru öðru landi, að
minnsta kosti fram að heims-
styrjöldinni fyrri. Ýmsir þeirra,
er þau verðlaun hlutu, voru mikl-
ir auðmenn og framleiðendur á
sviði efnagerðar. Á styrjaldar-
árunum voru þessi verðlaun veitt
tvisvar sinnum. Hlutu þýzkir
menn þau í bæði skiptin, annar
þeirra fyrir uppfinningu, sem
auðveldaði mjög framleiðslu
sprengiefna. Meðal fremstu vís-
indamanna á þessu sviði, er hlot-
ið hafa verðlaunin má telja
Rutherford, 1908 og hjónin Maríu
og Pierre Curie, 1911.
Verðlaunin fyrir læknisfræði
hlaut fyrstur Emil Adolph
Behring. Hann var Þjóðverji og
hafði gert uppgötvanir á sviði
serum-lækninga. Niels Finsen
hlaut þessi verðlaun árið 1903 og
Ivan Pawlow árið 1904. Finsen
var þá heimsfrægur maður og
kannast allir Islendingar við af-
rek hans. Pawlow var einhver
merkasti vísindamaður samtíðar
sinnar. Hann var upphafsmaður
reflexologiunnar og sarmaði með
tilraunum, að sálræn áhrif á til-
raunadýrið leiddi af sér líkam-
legar (fysiologiskar) breytingar.
Árið 1905 hlaut Þjóðverji, að
nafni Robert Kocli, verðlaunin.
Hann hafði þá fundið upp serum
gegn tæringu (Tuberculin), en
hafði þó ekki lokið við uppfinn-
inguna. Vilhjálmur H. keisari
hafði fengið vitneskju um að
uppfinning þessi væri á döfinni
og fékk því til leiðar komið að
Knut Hamsun
Koch hlaut verðlaunin. En þegar
svo var komið krafðist almenn-
ingsálitið þess að hann léti ser-
umið af hendi til almennra nota,
og varð svo að vera, enda þótt
hann væri ekki búinn að reyna
það að fullu. Afleiðingin varð sú,
að fjöldi sjúklinga í Þýzkalandi
dó af seruminu. Mun þessi at-
burður vera einhver hinn leiðasti
í sambandi við veitingu Nobels-
verðlaunanna, og er hann fyrst
og fremst keisaranum að kenna,
sem vegna fordildar reyndi sífellt
að halda Þjóðveijom fram.
Veitingu þessara verðlauna
hefur verið haldið innan all-
þröngra takmarka. Hefur það t.
d. vakið furðu, að sjálfur upp-
hafsmaður sálkönnunarinnar, Sig-
mund Freud hefur ekki hlotið
HEl'MILISRITIÐ
17