Heimilisritið - 01.03.1945, Síða 20

Heimilisritið - 01.03.1945, Síða 20
þau, enda þótt margir hinna merlcustu sálfræðinga telji að hann hafi valdið aldahvörfum í sálfræðinni og fundið upp nýja aðferð til að lækna geðtruflanir. Það hefur jafnvel hneykslað ýmsa þá, er í mörgu eru andvígir kenn- ingum Freuds, að lítt merkir menn í samanbui ði við hann, hafa fengið Nobakverðlaunin, en gengið hefur verið fram hjá hon- um. Flestir munu vera sammála um að veitendum bókmenntaverð- launa Nobels hafi verið mjög mislagðar hendur. Hinn fyrsti, er þau verðlaun hlaut var fransk- ur rithöfundur, Sully Prudhomme Hann var ófrumlegt skáld og er nú algerlega gleymdur. Virðist hann hafa orðið fyrir valinu vegna þess, að hann hafði verið tekinn upp í Academie Francase,' en það er hin mesta virðing, er nokkru frönsku skáldi getur hlotnast heima á ættjörð sinni. Aftur á móti kom hvorki Zola né Proust til greina, hvorki Tolstoy né Chekhov, hvorki tbsen né Strindberg. Árið 1902 voru verðlaunin veU.t Theodor Mommsen, þýzkum sagnfræðingi, sem að vísu var mikilhæfur í sinni grein, en var þó enganveg- inn fremri en ýmsir aðrir sagn- fræðingar á þeim tíma. Yfirleitt tókust veitingamar fremur sein- heppilega fram yfir heims- styrjöldina. T. d. ^ékk Pólverjinn Sienkiewicz verðlaunin árið 1905 enda þótt Tolstoy væri á lífi. Kom þar til greina andúð Svía á Rúss- um. Aftur á móti voru Þjóðverj- ar mjög í hávegum hafðir, og hlaut Paul Heyse verðlaunin árið 1910, en hann er nú að mestu gleymdur í Þýzklandi sjálfu hvað þá annarstaðar. Árið 1912 hlaut Gerhard Hauptmann verð- launin. Hann hafði að vísu byrj- að sem snjallt skáld, en síðari rit hans eru talin lítt merk. Þó að veiting þessara verð- launa hafi óneitanlega tekist mis- jafnlega hafa mörg hinna mestu afburðaskálda hlotið þau. Sem dæmi má nefna Anatole France, Romain Rolland, Bernhard Shaw, Thomas Mann, Sinclair Lewis og Pearl Buck. Frá sjónarmiði listar- innar má óefað telja alla þessa rithöfunda á meðal hmna fremstu. Sömuleiðis hafa þeir og margir aðrir, er verðlaunin hafa hlotið, talið það hlutverk sitt að vinna gegn alls konar ofbeldi og berjast fyrir auknum þroska mannkynsins. Þrjú norsk skáld hafa fengið Nobelsverðlaunin, Björnstjerne Bjömsson, 1903, Knut Hamsun 1920 og Sigrid Unset, 1928. Arið 1917 var þeim skipt á milli dönsku skáldanna Gellerups og Pontoppidans, og af sænskum skáldum hafa Vemer von Heiden- stam og Selma Lagerlöf fengið þau. Ekki virðist hafa dregið úr andúð veitenda Nobelsverðlaun- anna gegn Rússum á síðari ár- um. Maxim Gorki kom aldrei til greina, og hinn eini Rússi eftir 18 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.