Heimilisritið - 01.03.1945, Síða 23

Heimilisritið - 01.03.1945, Síða 23
Niels Finssn verstu meðferð. Samherjar hans í friðarhreyfingunni gerðu allt, sem í þeirra vald’ stóð, til þess að bjarga honum. Þeir tóku það ráð að reyna að útvega honum friðarverðlaun Nobels, í þeirri von að þýzka stjórnin myndi leyfa honum að fara til Noregs til þess að sækja þau og gæti þann- ig sloppið úr landi. Nazistar kom- ust auðvitað fljótt að þessari ráðagerð og beittu öllum sínum áhrifum til þess að koma í veg fyrir að Ossietzky fengi verðlaun- in. Þeir höfðu jafnvel í hótunum um að slíta stjórnmálasambandi við Noreg. Hófst nú harður áróð- ur á báða bóga, því_ að margir mikilhæfir menn skoruðu á Stór- þingið að veita Ossietzky verð- launin. Knut Hamsun ritaði á móti Ossietzky, en mikill fjöldi þeirra er áður höfðu þegið Nobelsverðlaunin, studdu mál hins þýzka friðarsinna. 1 Stórþinginu voru skiptar skoðanir um málið. Margir töldu það ógætilegt að baka sér reiði mikils stórveldis vegna eins manns, en á hinn bóginn gætti andúðar gegn nazistum og sam- úðar með Ossietzky. Árið 1935 voru friðarverðlaunin ekki veitt vegna togstreitunnar um Ossi- etzky, en árið eftir hafðist það fram, að hann hlaut verðlaunin vegna einbeitts fylgis verka- mannaflokksins. Aðstaða Ossietzkys batnaði ekki við þennan pólitíska sigur and- nazista. Göring lét þegar leggja hann á pínubekkinn, til þess að þröngva honum til að afsala sér verðlaununum. Hann lét ekki bugast, en gat komið skeyti til Oslo, þar sem hann lýsti yfir því, að hann tæiri á móti verð- laununum. Nazistar urðu óðir af reiði og ættmenn Nobels í Svíþjóð lýstu yfir því, að veitingin væri ekki í anda Alfred Nobels. Ossietzky fékk ekki leyfi til að fara til Noregs, en var fluttur á spítala. En heilsa hans var þrotin, ef til vill vegna pynd- Peningar Ossietzkys, 150,000 krónur voru lagðir í banka í Oslo. En brátt fékk þýzka utan- ríkisráðuneytið því til leiðar kom- ið, að fjárhæðin var afhent Þjóð- verjum. Norska stjórnin beygði sig þannig af ótta við-þýzka stór- veldið. Það kom sér líka vel fyr- ir nazista að fá fjárhæðina, því að þeir voru þá í óða önn að undirbúa heimsókn þá, er þeir gerðu Norðmönnum árið 1940. HEIMILISRITIÐ 21

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.