Heimilisritið - 01.03.1945, Page 24

Heimilisritið - 01.03.1945, Page 24
Ég gleymi því aldrei Amerískur hermaður segir hér sanna sögu fró því, þegar arabiskur héraðshöfðingi í Túnis bauð honum dóttur sína / og „ríkið eftir sinn dag". ÞEGAR EG dvaldi í Túnis í úpphafi Aferíkul.erferðarinnar fékk ég mörg tækifæri, til þess að komast í náin kynni við Araba. Eg lærði brátt ýms ara- bisk orð og setingar. Þegar ég svo bætti þeim við það, sem ég þegar kunni í frönsku, tókst mér allsæmilega að skilja hina innfæddu og gera mig skiljan- lega við þá. Og ég lærði auk þess ýmsar af kenningum Kór- ansins, sem eiga í mörgum til- fellum alveg merkilega vel . við okkar tíma. Eg hafði því betri aðstöðu en margur annar til þess að afla mér vina á meðal Arabanna, enda kynntist ég nokkrum þeirra á meðal. En ég gleymi aldrei fundi þeim sem ég átti við gamla Arabahöfðingj- ann. Eins og venjulega, sýndi ég þá ákveðnu hævevsku- og kurt- eisisiði, sem Móhammeðstrúar- menn eru vanir að sýna eldra fólki. Abdul gamli var mjög hrifinn af því, að það var þó að minnsta kosti einn útlendingur I á meðal hinna mörgu erlendu manna, er lagt höfðu undir sig landið, sem kunni að koma fram á réttan hátt við aldrað fólk. Það var af þeim orsökum sem hann hélt áfram að spjalla við mig í alllangan tíma. Þegar ég vitnaði í' Kóraninn, eitt sinn í samræðum okkar, varð hann hrærður og alveg stórhrifinn. „Eg á engan son til að taka við af mér þegar ég fell frá“, sagði hann óðamála. „Eg á að- eins dætur. Sú yngsta er nítján ára og verður að fara að giftast. Sonur minn, þú ert ráðvandur og guðhræddur maður, vellærður í Kóraninum. Eg skal gefa þér dóttur mína fyrir konu, og þú skalt ríkja eftir mig þegar ég er dauður“. Eg benti honurn hæversklega á það, að nú væri stríð, og að ég gæti ekki skilið við herinn eftir eigin geðþótta. Sá gamli hélt að mótbárur mínar væru sprottnar af því, að ég ætlaði mér að semja um betri skilmála við hann. Álit hans á- mér jókst 22 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.