Heimilisritið - 01.03.1945, Síða 25

Heimilisritið - 01.03.1945, Síða 25
fremur en minkaði við það, því að Arabar hafa unun af því að prútta og pranga, þótt þeir hafi ef til vill oft á tíðum sízt hag af því. „Hræðstu aldrei neitt, sonur minn“, sagði hann. „Eg skal gera þig ríkan. Eg skal gefa þér heila hjörð af úlföldum". Enn maldaði ég í móinn, og hann lyfti fram lófanum sannfærandi og taldi upp hjarðir geita og ýmissa annarra húsdýra auk margra dýrra jarðneskra muna. Að lokum, eftir langar, hæ- verskar samræður, sannfærði ég hann um að hernaðaryfirvöldin myndu ekki veita mér lausn frá herþjónustu. Eg varð mjög forviða, þegar ofurstinn sendi boð eftir mér daginn eftir og bað um skýr- ingu á bænarskjali, sem honum Sfohur Heilræði. Æskustund, sem áttuð þér, ást sem hefur bilað cg bók sem lánuð eitt sinn er, aldrei verður skilað. D.F. Sáðmennirnir. Upp er skorið, en engu er sáð, allt er í varga ginum; þeir, sem aldrei þekktu ráð, þeir eiga að bjarga hinum. Sigmundur úrsmiður frá Akureyri. hafði borist. Svo virðist sem Abdul gamli hafi farið á fund ofurstans og beðið hann um að fá leyfi herstjórnarinnar til þess að ég mætti hætta í hemum og ganga sér í sonarstað. Þar sem Abdul gamli var í raun og veru einn af mestu valdamönnum nærsveitanna og það gat verið mikið undir afstöðu hans komið, hversu auðveldlega okkur tækist að sigrast á Þjóðverjum á þess- um slóðum, var ofurstinn á báð- um áttum. Það leit út fyrir að hann héldi að ég hefði fengið gamla manninn með brögðum til þess að leggja fram þessa beiðni. Með nokkmm erfiðismunum gat ég skýrt hið sanna í málinu. En upp frá því hef ég þó gætt þess að leita ekki um of eftir fróð- leik hjá framandi fólki, því að ég gleymi aldrei Abdul gamla. PLUTO REIKISTJARNAN PLUTO, níunda reikistjarnan í sólkerfi okkar, var ekki uppgötv- uð fyrr en nú fyrir örfáum ár- um. Hún er lítið eitt stærri en Merkúr, sem er minnsta reiki- stjaman og liggur næst sólinni, eða í 36 millj. miiua fjarlægð, en Pluto, sem er fjærst, er 3.700 millj. mílur frá sól. Talið er að Pluto muni nú sjást frá jörðinni í eina öld, en svo ekki aftur fyrr en eftir 3000 ár. HEIMILISRITIÐ 23

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.