Heimilisritið - 01.03.1945, Síða 29
og færð þér bjór, sem reynist
ekki vera ýkja margar gráður
undir suðumarki.
Ennþá er allt tiltölulega kyrt í
húsinu. — Nokkrir menn sitja við
næsta borð og stara á þig freðn-
um augum. Þeir virðast eiga erf-
itt með að halda höfði. Að stund-
arkorni liðnu stendur einn þeirra
upp, slagar að borðinu til þín og
spyr á hvern andskotann þú sért
að glápa. Þú verður að vonum
seinn til svars. Þá spyr hann þig
hvort hann eigi að fletja út
smettið á þér.
Yfirþjónninn kemur nú og leið-
ir maninn til sætis, eftir að hafa
spurt þig hvort þú getir ekki ver-
ið til friðs. Maðurinn situr nú kyrr
þar sem hann er kominn, en send-
ir þér tóninn nokkra stund. Loks
verður hann leiður á því og fer
að æla frami á borðið í tilbreyt-
ingarskyni.
Þolinmæði þín er á þrotum. Nú
ætlar þú að ganga til hvílu og
eiga rólega nótt.
En herbergishurðin er þá lok-
uð að innanverðu. Þú bankar.
Lágt hvískur og niðurbælt fliss
heyrist að innanverðu, annars
ekkert svar.
Eftir svo sem hálftíma árang-
urslausar tilraunir til að komast
inn í þitt eigið herbergi, ferðu nið-
ur aftur til að hitta yfirþjóninn.
— Klukkan er nú orðin hálf tólf
og mikið farið að lifna yfir hús-
inu, grammófóngarg, söngur óg
gleðilæti heyrast hvaðnæfa. Hurð
opnast á ganginum, um leið og
þú ferð framhjá, miðaldra kven-
maður kemur út á fleygiferð
rekst á þig og þið veltið um
koll og þú ofan á. Hún hljóðar
hástöfum á meðan þið eruð að
greiða ykkur í sundur.
Aftur opnast hurðin og digur
dólgur kenuur út, þegar þú ert að
losa aðra hendina undan hálsin-
um á kvensunni. Hann viðhefur
ekki mörg orð, en þrífur til þín
froðufellandi. —
Þegar þú nærð tali af yfirþjón-
inum, ertu kominn með fyrsta
flokks glóðarauga. Þú segir þínar
farir ekki sléttar, hvað herberg-
inu viðvíkur. Hann lítur á þig
rannsóknar- og umvöndunaraug-
um. — Ykkur hefur sinnast, sé ég
er, segir hann. Ekki get ég að
því gert þó að þér látið reka yð-
ur út úr yðar eigin herbergi!
Það er hrópað á hann úr mörg-
um stöðum í senn. Veitingastofan
er sneisafull og mikið um dýrðir.
Þú átt lögg á flösku úti í tjaldi,
og nú eða aldrei er þér þörf á
hressingu. Þegar þú kemur aftur,
tíu mínútum síðar, er búið að
loka hóteiinu. Þú berð kurteis-
lega að dyrum. Öll byggingin
dunar af dansi og söng. Einhver
rígmontin blók kemur í gæctina
og segist vera umsjónarmaður-
inn. Hann hlustar á þig andartak
og skellir svo í lás við nefið á
þér.
Það er komið miðnætti og húð-
arrigning. Þú skreiðist út í tjald-
ið aftur og sötrar það sem eftir
er í flöskunni. Þú ert einn í tjald-
HEIMILISRITIÐ
27