Heimilisritið - 01.03.1945, Síða 36

Heimilisritið - 01.03.1945, Síða 36
Anna: — Af því að þegar Palli er fullur þá vil ég ekki giftast honum, en þegar hann er ófullur, þá vill hann mig ekki. # Spakmæli Ef þú vilt láta drauma þína rætast, skaltu vakna. # Hún móðgaðist Biðillinn: — Eg fell á kné í rykið fyrir yður. Hún (móðguð): — Rykið! ég þvæ gólfið hérna sjálf á hverjum morgni. # RAKARINN VAR SAKLAUS Rakarinn: — Hef ég ekki rak- að yður áður? Palli: — Nei, þessi ör eru eftir konuna mína. * Talvélar ,.. hann segir að bæði Edison og. guð hafi búið til talvél. Guð bjó sína til úr rifi mannsins, en Edison sína úr málmi. Munurinn á þeim er sá, að Edison gat stoppað sína. * HÚN sneri A hann Hann: Eg er viss um að ég hef séð andlit yðar einhvers- staðar annars staðar. Hún: Það er ómögulegt. Eg hef alltaf haft það framan á höfðinu. # HtJN BROSTI BARA — Sástu stúlkuna sem við mættum? Hún brosti til mín. — Það er nú varla í frásögur færandi. í fyrsta skipti sem ég sá þig, hló ég hátt. # ENGINN ER FULLKOMINN Hún: — Þú ert latur og óhæf- ur til nokkurs verks. Þú ert 34 kaldlyndur og hrottafenginn og lýginn og ... Hann: Jæja, góða mín, enginn er fullkominn. # VANDRÆÐAGJÖF — Hvað gafstu konunni þinni í jólagjöf ? — Varalit, en ég er þegar bú- inn að fá hann mestallan aftur. * HEPPNI Ari: Hugsið þér yður annað eins, iæknir! Eg gleypti munn- liörpuna mína! Læknirinn: Verið þér rólegur maður minn og þakkið guði i'yrir að þér skylduð ekki spiía á orgel # ORÐALEIKUR Leikstjórinn, sem er nýlega kominn heim úr ferðalagi: „Jæja, hvernig hefur sóknin verið und- anfarin kvöld?“ Fulltrúinn: „1 fyrrakvöld var hálftómt, en í gærkvöld var næst- um því hálffullt". * KUNNI RÁÐ VIÐ ÞVÍ — Eg sagði að ég vildi aldrei sjá hann framar. — Og hvað gerði hann? — Hann siökkti ljósin. # Tortryggni Rósa: Hvaða ósköp heldurðu þér til í kvöld. Hvað stendur til? Stína: Eg ætla að reyna að krækja mér í mann. Rósa: Mann hverrar ? # Skilvísi — Hvort ég sé heiðarlegur? Eg sver að ég skal borga þér hvern eyri aftur sem þú lánar mér, þó að ég þurfi að stela til þess. HEIMILISRITIÐ t

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.