Heimilisritið - 01.03.1945, Page 41

Heimilisritið - 01.03.1945, Page 41
Vitinn bjó yfir voðalegum leynd- ardómi — aðeins einn maður kunni skil á honum. DULARFULLA ViTAMÁLIÐ Eftir MICHAEL HERVEV VIÐ LÁUM á þilfarinu undir syórnubjörtum himni og vorum aö rabba saman. Samtalið barst að leyndardómum hafsins. „Hol- lendingurinn fljúgandi“ varð fyrsta umræðuefnið og svo „Marie Celeste“. Þá var eins og timburmaðurinn vaknaði. „Þetta er allt gott og gilt, en að mínu áliti slær „Dularfulla vitamálið" allt út“. „Dularfulla vitamálið?“, át Taffy Williams eftir honum, „Eg hef aldrei heyrt talað um það fyrr“. „Eg er ekkert hissa á því, þú ert yfirleitt svo fáfróður um flesta hluti að —“ „Blessaður hættu þessum skætingi, Chippy“, sögðum við glottandi, „byrjaðu heldur á sögunni“. „Það hefur víst verið €yrir ykkar minni“. Hann tottaði pípuna og kveikti í henni, að minnsta kosti í þrí- tugasta skiptið þá um kvöldið. „Það var um aldamótin 1900, að áliöfn vitans hvarf, án þess að nokkur vegsummerki sæust“. „Það er einkennnilegt að þú skulir kunna þessa sögu“, sagði brytinn allt í einu. Það urðu allir forviða. — — Við hásetarnir höfðum yfirleitt hvorki tíma né aðstöðu til að , kyggnast inn á starfssvið hans, en Slade, það var nafn brytans, var að ýmsu leyti frábrugðinn öðrum stéttarbræðrum sínum. Sá orðrómur hafði jafnvel komist á kreik að hann væri vel mennt- aðui', og hefði aðeins farið til sjós, til þess að fá efni í bók, sem hann var sagður vera að skrifa. En orðrómurinn var það eina, sem við höfðum við að styðjast, því að hann heyrðist yfirleitt sjaldan mæla orð frá vörum. Hann var einhver sá orðvar- asti maður sem ég hef kynnst. Þá sjaldan sem hann kom upp L þilfar á kvöldin, talaði hann ekki orð við okkur, og þessvegna var það, að við undruðumst að HEIMILISRITIÐ 39

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.