Heimilisritið - 01.03.1945, Blaðsíða 47

Heimilisritið - 01.03.1945, Blaðsíða 47
sem sitja álengdar og hoifa á kappliðið, sem þeir hafa tamið leika listirnar eins og þeir vissu alltaf að það myndi gera. Þegar við bjuggumst til að fara, snéri Joe Barnes sér að mér. „Þetta er átakaniegt að sjá“, sagði hann. Það var satt. Hún var sannarlega átakanleg, þessi ójafna viðureign, og það var átakanlegt að sjá ringlað fólk niðri á götunum. og sjálfir stóð- um við á nokkumveginn óhult- um stað og horfðum á slátrun- ina eins og við værum að horfa á knattspyrnukeppni. Annarlegt líka að horfa á konumar niðri á götunum, vitandi að þrumurskot- anna og orustugnýrinn hlaut að nísta hverja þeirra til hjárta, að þessi viðureign var harmleikur, er snart þær hverja og eina. Um leið og við fórum, spurði ég þýzkan liðsforingja um stór- skotalið Pólverja. „Það er ekki til“, svaraði hann. „Ef þeir hefðu átt eina „75“, hefðu þeir skotið okkur alla í tættlur. Við hefðum verið tilvalið skotmark." Vð ókum til Westerplatte, lítill- ar eyjar utan við Danzig. Þar höfðu Pólverjar hergagnabúr. 1 fimm daga hafði lítil, pólsk liðs- sveit haldið hólmanum, þrátt fyr- ir skothríð úr 11 þuml. fal'byss- um Schleswig-Holstein á örstuttu færi, og þó að steypiflugvélar létu 500 kg. sprengjum rigna yf- ir hana. Það var eftirtektavert, að sprengjur steypiflugvélanna voru skaðvænni og hittu betur en kúlur gamla herskipsins. Tvær þessar 500 ,kg. sprengjur höfðu hæft kringlótt, brynvarið byrgi, sem var ekki meira en 40 íec að þvermáli. Brynhlífin, 10 feta þykk, úr stáli og steinsteypu hafði undist upp og rifnað eins og umbúðapappír. Nýlegar grafir skammt þaðan geymdu leifar Pólverjanna, sem höfðu verið þar inni. Berlín, 20. sept. 1939 Hitler léði okkur eina af þrjá- tíu og tveggja farþega flugvélum sínum til þess að komast í frá Danzig. Blöðin tala í kvöld hispurslaust um frið. Frankfurter Zeitung seg- ir: „Hvers vegna ættuBretarog Frakkar að úthella blóði sínu við Vesturgarðinn okkar? Þar sem Pólland er nú horfið úr tölu ríkj- anna, eru allir sáttmálar við það úr sögunni". Allir Þjóðverjar, sem ég hef talað við í dag, eru fulltrúa um frið innan mánaðar. Mér er ljóst, að friður, sem sam- inn væri nú, yrði aöeins vopnahlé, og meðan það stæði, myndi Hitl- er grafa undan viðnámsþrótti lýðræðisríkjanna en efla sina eigin heri, unz hann væri einn góðan veðurdag fullviss um, að hann gæti vaðið yfir alla Vestar- Evrópu. Viðureign sú, sem er nú senn á enda vestan við Varsjá, verðrr sennilega sögufræg. Orustan við Kutno er áþekk Tannenbergorust- unni frægu. Eg spurði foringja HEIMILISRITIÐ 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.