Heimilisritið - 01.03.1945, Page 58

Heimilisritið - 01.03.1945, Page 58
Anna gat vel skilið það, en Matilda var ofsareið. „Eg skammast mín fyrir þiý, Martin Foster!“ sagði hún a?f. „Mér kemur það ekkert við, hvort þetta leikrit gengur vel eða illa, reyndar hefði mér ekkert þótt það verra þó að það hefði verið dæmt niður fyrir allar hell- ur. Það sem mér gremst mest, er hvernig þú hefur farið á bak við mig og svikið mig vísvitandi. Eg hélt að það væri hægt að reiða' sig á þig, en nú sé ég að ég get ekki treyst þér“. „En frænka", Martin hleypti í brúnirnar, „mér þykir leiðilegt, að þú skulir taka þessu svona en.... „Það er engin afsckun til í þessu máli!“ hreytti hún út úr sér. „Og ég get aldrei fyrirgef- ið þér, Martin. Það getur verið að þú haldir að þetta leikrit færi þér gull og græna skóga, en trúðu mér til, þú færð brátt að reyna annað. Zena Gaye hefur ekki hreint mjöl í pokanum, eins og þú kemst vonandi bráðlega að raun um“. Anna sá að Martin roðnaði — og að þessi beisku orð særðu hann og að hann átti erfitt með að stilla skap sitt. „Eg komst ekki hjá því að gera það, frænka. Eg viðurkenni að það var teflt á tæpasta vað, en þegar öllu er á botninn hvolft þá hefurðu alltaf gefið í skyn að þú værir ákveðin í því að arf- leiða mig að öllu. Jafnvel þótt leiksýningin hefði farið í hund- ana, þá hefði það verið ég en ekki þú, sem fengið hefði skell- inn óbeinlínis“. Gamla hefðarkonan hristi höf- uðið ofsalega. „Jæja drengur minn, þá hefðir þú orðið illa staddur!“ sagði Matilda þjösnalega. „Það vi'l nefnilega svo til að þú ert alls ekki erfingi minn. Það er langt síðan ég breytti erfðarskránni rninni". Martin leit á hana orðlaus af undrun. Hann hafði sízt átt von á þessu. „Eg ákvað það skömmu eftir að þú giftist“, sagði Matilda. „Eg sá að þú varst ekki hæfur til að gæta þeirra eigna, sem ég lat eftir mig. Nei, ég kaus heldur að arfleiða Önnu að öllu sam- an“. Martin leit sljóum augum á •Önnu. Svo gekk hann allt í einu, og án þess að mæla o-'ð frá vörum, út úr skipsklefanum. Matilda horfði á dymar lok- ast á hæla honum og var þegj- andi góða stund. Svo þreif hún hattinn af sér og kastaði hon- um á stól. „Strákbjáninn“, sagði hún Ön- ug. „Vonandi kemst hann ein- hvemtíma til vits og ára“. Anna sá Martin ekki það sem eftir var dagsins. Hun svipaðist um eftir honum, hvar sem henni gat dottið í hug nð hann væri, en árangurslaust. 56 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.