Heimilisritið - 01.07.1945, Page 6

Heimilisritið - 01.07.1945, Page 6
Bindum enda á þetta og giftum okkur. En það var frú Carter. — Toni, það var svo fallegt af þér að koma í gær, að ég má til að launa þér það, sagði hún. — Eg hef aðgöngumiða að leikhúsi í kvöld, viltu vera með og borða fyrst hjá mér kvöldverð? — Það vil ég sannarlega. Toni varð litið á blaðið. — Hver er þessi Pendleton, sem er á mynd- inni með mér? — Bráðduglegur húsameistari — hann teiknar alveg dásamleg hús. Á ég að bjóða honum líka? — Hann var svo þægilegur, muldraði Toni og hló við. Þægi- legur var einmitt orðið, sem sízt átti við, — ósvífinn, afundinn og drambsamur var sanni nær. Næst hringdi móðir hennar. Með þeim höfðu aldrei verið miklir kærleikar, og þegar Joe fórst af slysförum, er hann datt af hestbaki, hafði hún aðeins sagt: Þetta var í rauninni það bezta, Toni. Hjónaband, sem stofnað var til svo vanhugsað, hefði aldrei varað lengi. Joanna var hið eina, sem nú var henni dýrmætt, og Joanna var föl og veikluleg — þoldi víst ekki borg- arloftið. Toni hentist fram úr rúminu, reif myndina úr blað- inu og lagði hana niður í skúffu. Kvöldverðurinn átti að vera tilbúinn klukkan sjö. Toni var nærri búin að reka sig á Pendle- ton, þegar hún steig út úr vagn- inum. — Góðan daginn, sagði hann, án þess að láta í ljós. nokkra gleði. Toni brosti. — Þér eruð dá- samlegur, tautaði hún. — Hvað sögðuð þér? — Það var ekki seinna vænna að segja þetta, svaraði hún stutt- lega, og hljóp á undan honum upp tröppurnar. Þau sátu saman við borðið, en Toni beindi allri athygli sinni að hinum sessunaut sínum. — Hef ég gert eitthvað rangt? spurði Pendleton, þegar þau voru að setjast í leikhússtúkuna. — Eg á við, hvers vegna sögð- uð þér að ég væri „dásamleg- ur“? — Eruð þér það þá ekki? spurði hún. — Einhverjum sýnist það, svaraði hann hógværlega og brosti. — Auðvitað, þér virðist geta verið skemmtilegur, alveg rétt, sagði Toni, en undir eins kom aftur á hann reiðisvipur. Hún fann augnaráð hans hvíla á sér, meðan á sjónleiknum stóð, og þegar frú Carter sagði unga fólk- inu að gera hvað sem það vildi, en að hún færi heim og hvíldi sig, snerti hann handlegg Tonis 4 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.