Heimilisritið - 01.07.1945, Qupperneq 7

Heimilisritið - 01.07.1945, Qupperneq 7
og spurði, hvort hann mætti fylgja henni heim. — Núna? spurði hún undrandi, er hin töluðu um það sín á milli, hvert halda skyldi. Pendleton stakk hendinni í vasann, og Toni áttaði sig. — Eg hef annars hálfgerðan höfuðverk, svo að ég vil helzt fara rakleiðis heim, sagði hún og greip hönd hans. Hún hafði ekki hugsað um peninga, síðan hún var með Joe. — Veðrið er svo fallegt, að við skulum held- ur ganga. — Má bjóða yður eitt glas af einhverju eða bolla af kaffi? spurði hann, er þau gengu ein eftir strætinu. Oft hafði hún borðað heitar pylsur og drukkið kaffi með Joe, vorið yndislega, sem þau kynntust. — Eg vildi gjarnan kaffi, sagði hún. — Fínna gæti.það verið, sagði hann afsakandi, er þau voru setzt í litlu veitingahúsi við borð, sem þakið var grófum, blá- köflóttum dúk. — Það er nógu gott, svaraði hún. — Eg hef verið svo utan við mig í allt kvöld. Frú Carter hef- ur reyndar verið mér góð. Eg hef teiknað dálítið fyrir hana og hún reynir að aðstoða mig með ráðum og dáð. Hann hætti eins snögglega og hann byrjaði, og Toni virti hann forvitnislega fyrir sér. Hann var afundinn, en þó óframfærinn, drambsamur en óhamingjusam- ur. Joe hafði heldur aldrei jafn- að sig við annað fólk. — Eg er að hugsa um að byggja hús, sagði hún svo. Eg á dóttur og hún hefur ekki gott af að búa í borginni. Viljið þér teikna hús fyrir mig? Hann hló andartak. — Já, auð- vitað! Hafið þér lóð? Eg, sem á 1000 hektara bú- garð, sem ég mun aldrei sjá framar, hugsaði hún. — Faðir minn á fasteignir, sagði hún. — Hann heitir Arthur Harkness. Henni varð litið á Pendleton. Hann var svo afundinn, að hún fyrtist við. — Látið þér mig fá nafnspjald- ið yðar, svo leita ég kanski til yðar síðar, sagði hún kuldalega. — Nú vil ég helst fara heim. — Þú vilt þó víst ekki búa úti í sveit, Toni, sagði faðir henn- ar daginn eftir. Hann virti hana gaumgæfilega fyrir sér. — Ætl- arðu að fara að gifta þig? Hún svaraði engu, og þau settust nið- ur og fóru að athuga uppdrátt. Síðar um daginn keypti hún fimm hektara landareign, með bunandi læk og stóru álmtré. Morguninn eftir símaði hún til Pendletons, sem kom um HEIMILISRITIÐ 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.