Heimilisritið - 01.07.1945, Side 11

Heimilisritið - 01.07.1945, Side 11
— Eg geri þá ekki meira í þessu fyrr en ég heyri frá yður, frú Seymour, sagði hann stutt- aralega, er þau skildu um kvöld- ið. — Gott, svaraði hún í sama tón. Hún afþakkaði kvöldboð, og notaði kvöldið til að kynna sér uppdráttinn. Myndina af sér og Pendleton lét hún einnig liggja á borðinu. Allt í einu fór hún að gráta. Rétt í því hringdi síminn. Það var Freddy. — Hvað gengur að þér, spurði hann. — Kærir þú' þig um, að ég komi? — Já, svaraði hún. Þar með var það ákveðið. Freddy var gæðadrengur, og þótti vænt um hana. — Þú hefur grátíð, sagði hann, þegar hann kom inn. Hann tók eftir uppdrættinum og mynd- inni. — Við giftum okkur, Freddy, sagði Toni. — Nei, svaraði Freddy. — Ha? — Nei, þakka þér fyrir. — Eg hef séð þig gráta dauðan mann í fimm ár, og látum það nú vera, en þegar þú ferð að gráta út af lifandi manni.... — Óskapar barnaskapur, ef þú átt við Scott Pendleton, sagði hún. — Eg hef bara séð hann níu sinnum wn ævina. — Jæja, maa sínnum? Þú ert viss um, að það er ekki átta eða tíu? Hve oft hittirðu Joe, áður en þú giftist honum? Toni svaraði engu. Hún minnt- ist Joe, þegar hann kom ríðandi á hvítum hesti, útitekinn í and- liti, á gúlri silkiskyrtu. Það var svo langt síðan. í fyrsta sinni fann hún, að minningin um Joer var ekki eins fersk og áður, held- ur aðeins rómantísk endurminn- ing. Scott var ekki alvara, þegar hann sagðist ekki ætla að taka sér meira fyrir hendur, fyrr en hann heyrði frá henni. Morgun- inn eftir hringdi hann, og sagð- ist hafa gert pappalíkan af hús- inu. — Eg vildi gjarnan sýna yður það. Má ég koma seinna í dag? — Komið klukkan fimm, svar- aði hún og þrýsti áhaldinu að brjósti sér. — Þér hafið hlotið að vinna í alla nótt! sagði hún,. þegar hann tók upp líkanið af húsibu. — Ó, Scott, hvað þetta er ljómandi snoturt! Frá hári hennar barst veikur ilmur af ilmvatninu, sem hún notaði. Hann stóð hreyfing- arlaus, en kipraði saman annað munnvikið. — Eg get ekki að því gert, að mér finnst hálft í hverju, að þér séuð ekki að öllu leyti ánægð HEXMIUSEITIÐ 9

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.