Heimilisritið - 01.07.1945, Side 13

Heimilisritið - 01.07.1945, Side 13
vinnur heima, gæti vinnustofan . . . . Hann hætti í miðju kafi. Ó, Toni, þú ert svo indæl! Hún hreyfði sig ekki, og Scott tók blýant úr vasa sínum, og fletti upp teikningunni. — Komdu hingað, og haltu pappírnum stöðugum, — sagði hann skipandi. — Það er hugmynd, sem þér líkar ef til vill ekki, sagði hann. Hann benti með blýantinum á herbergin, sem ætluð voru gest- um. — Joanna hefur þetta her- bergi, sagði hann. — Herbergi Peggys við hliðina, og Toms þarna, og barnfóstrunnar hér. Hann leit á Toni. — Loksins hefurðu skilið, hvað vakir fyrir viðskiptavini þínum! sagði Toni. Pappírsörk- in vafðist upp í ströngul, um leið og hendur húsameistarans og viðskiptavinar hans slepptu takinu á henni, sitt frá hvorri hlið. ENDIR SKRÍTLUR Util trygging Bankastjórinn: Svo að Jón ætlaði að borga fyrsta maí. Fulltrúinn: Já, hann lofaði því við drengskap sinn. Bankastjórinn: En hafði hann enga ábyrgð? Þungbær heimur. „Mamma“, sagði Stína litla, sex ára gömul, „ef ég giftist, verð ég þá að fá karlmann eins og pabba ?“ „Já, vina mín“, svaraði móðir hennar. „Og ef ég giftist ekki, verð ég þá að verða gömul júmfrú, eins og Anna frænka?" „Já“. „Mamma“, sagði telpan eftir stundarþögn, — „Þetta er þung- bær heimur fyrir okkur kven- fólkið, er það ekki?" Á KJÖTLEYSISTlMUM — Það er seigt buffið núna, þjómj. — Já, það er úr hrossakjöti. — Nú, en gætuð þið samt ekki látið flá hrossin, áður en þið matbúið þau? Borðuðu á hóteli. — Hitler ávítaði Göbbels, Gör- ing og Schacht fyrir að hafa borðað kvöldverð á hóteli nokkru. Sagði hann að það hæfði ekki aðalráðgjöfum ríkisins að láta sjá sig á slíkum stöðum. Göbbels afsakaði þá með þessunu orðum: „Það getur enginn hafa þekkt okkur, foringi, af því að Göring var ekki í einkennisbún- ingi, ég var með kpnunni minni og Schacht borgaði reikninginn“. HEIMILISRITIÐ 11

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.