Heimilisritið - 01.07.1945, Page 19

Heimilisritið - 01.07.1945, Page 19
þessu raka eyjaloftslagi? Er ég minntist á þetta við gamlan eyj- arskeggja, svaraði hann með vorkunnsemi í röddinni: „Sérðu það ekki maður, að við- urinn er gegnsýrður af salti!“ Og þannig er þessu varið. Særokið nær þangað óhindrað, og eftir eina óveðursnótt eru all- ir gluggar gráir af salti. Og sé vel aðgætt inni í kirkjunni, sést að saltið hefur síazt gegnum veggina og myndar þunnt lag innan á þeim. ÞAÐ er eitt vandamál, sem Gripverjar eiga sífellt við að stríða, og það er að afla vatns- ins. Ekki er hægt að safna regn- vatni, svo nokkru nemi, annars staðar en af húsaþökunum, enda eru þau notuð þannig til hins ýtrasta, í sambandi við hugvits- samleg leiðslukerfi og vatns- geyma einstaklinga. Þetta virðist í fljótu bragði ekki svo erfitt úr- lausnar, en ég komst að því, er kaupmaðurinn rétti mér glas af vatni 'Við miðdegisverðarborðið, að það getur verið erfiðleikum bundið, þrátt fyrir það. „Vatnið hér í húsinu er ekki meira en svo laust við að vera farið að spill- ast“, sagði hann. „Vatnið var gott, meðan þakið var nýtt. En nú er þakið farið að verða mosa- vaxið, og þér finnið víst mosa- bragðið af vatninu“. HEIMILISRITIÐ Það hlýtur að vera skemmti- legt fyrir börn að eiga heima á Grip. Að vísu er ekki hægt að renna sér þar á sleðum eða skíð- um, en allstaðar má finna furðu mikla tilbreytingu, jafnvel á eyðilegum hólma. Mér dettur í hug nokkuð, sem ég hef lesið um uppeldi Eskimóadrengsins. Þeg- ar hann er orðinn svo vaxinn, að hann getur farið að fást við verkfæri eða áhöld, fær hann í hendur verkfæri, sem eru alveg eins að gerð og þau, sem full- orðna fólkið notar, aðeins miklu minni. Og þau eru höfð eftir því stærri, sem drengnum fer fram að stærð og styrkleika. Og þegar hann er fullvaxinn og fer að stunda veiðar, er hann þegar þaulæfður í öllu, er þar að lýtur, og fær um að sjá um sig sjálfur, án aðstoðar annarra. Eitthvað svipað mun þessu vera háttað á Grip. Uppáhaldsleikvöllur barn- anna er vogurinn meðfram sjó- búðinni, og skemmtilegasta leik- fangið er báturinn. Og þessi leik- föng eru smíðuð sem reglulegir bátar. Ekki einhver óskapnaður, sem er klístrað saman í leik- fangaverksmiðju, af fólki, sem aldrei hefpr tekið í ár. Þessir bátar bæði sigla og láta að stjórn, alveg eins og bátar hinna fullorðnu. Á þessum vogi er lægi fyrir árabátana. Eyjarskeggar eru 17

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.