Heimilisritið - 01.07.1945, Síða 20

Heimilisritið - 01.07.1945, Síða 20
fastheldnir á gamla, góða báta- lagið „geitbátinn", sem tíðkast hefur um Norðmæri. Þeir liggja margir í lygnum voginum milli klettanna. Þarna sullast krakk- arnir inn í þá og út, og á bakk- anum stendur enginn hrópandi á þá, að gæta að sér að drukna ekki. Fullorðna fólkið er skyn- samara en svo. Hér læra dreng- irnir sjómennsku frá blautu barnsbeini. Þeir þekkja hvern hlut, sem bátnum tilheyrir, hvað hann heitir og til hvers á að nota hann. Þá er það margt og merki- legt, sem finnst í flæðarmálinu, allt, sem rekur á land, dautt og lifandi. Hér eru fallegar skeljar og skrítnir smáfiskar, sem verða eftir í pollum og pyttum þegar fjarar. Yfirleitt er svo margs að gæta á eynni og margt að stunda, að varla kemur nokkrum eyjarskeggja til hugar að vera annars staðar. Einn kunningja minna á eynni sagði mér, að börnin sín hefðu farið skemmti- ferð til Þrándheims, hinnar glæsilegu borgar. Er þau komu aftur, lýstu þau því yfir, að reyndar væri Þrándheimur nokkru stórfenglegri, en betra væri samt að vera á Grip! Enginn veit, hve lengi Grip hefur verið byggð. Fornminja- fræðingar geta enga fræðslu veitt um það, því að þar er eng- inn jarðvegur, sem fornminjar gætu varðveitzt í. Að líkindum hafa menn leitað þar aflafanga og lífsviðurværis, alt frá því að Norðmennkunnuað smíðafleytu. Grip var hið mesta gæðapláss, af því að þaðan var svo skammt til hinna auðugu fiskimiða. Til þess að skilja þörf og tilhneig- ingu forfeðra vorra til að setj- ast að sem lengst út við hafið, verðum við að reyna að gera okkur grein fyrir hugmyndum þeirra um muninn á gagnsemi lands og sjávar. Hugsunarháttur þeirra var nefnilega allur annar en okkar. í þeirra augum var hafið sjálf uppspretta lífsins. Þar var gnægð fæðu handa öllum, og þaðan komu útflutningsvör- ur og auðsæld hinna aflameiri. Þar að auki var hafið — og það var ekki minnst um vert — hin eina, frjálsa alfaraleið, þjóðleiðin mikla. Á landi voru afkomu- möguleikar upp og ofan. Götur sveitabyggðanna voru þarfastar umrenningum og beiningamönn- um. Nei, hafið! Leið frelsis og allsnægta. ELSTA skráða heimild, sem getur um Grip, er frá 1838. Þar sést, að á fyrri tímum hefur Grip verið óskipt almennings- eign, en komst undir yfirráð erkibiskupsstólsins í Niðarósi 1338. Þegar Ólafur Engilbrekts- son erkibiskup fór úr landi 1537, 18 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.