Heimilisritið - 01.07.1945, Qupperneq 27
Dr. Bayon skýrir frá því, að í
slíku dái geti Indíánar lýst bæj-
um og stöðum, sem víst er, að
þeir hafi aldrei augum litið....“
,yJá, nú veit ég“, greip ég fram
í, „það er yagé. Margir caucher-
oskynblendinganna, sem reika
um skógana og safna gúmmí, eru
ofurseldir nautn þess“.
„Einmitt. Þetta er seyði, unn-
ið úr safa yagéplöntunnar“, svar-
aði Nymanns og kinkaði kolli.
„Yagé er vafningsjurt, eins og
þér máske vitið, sem vex þar
sem skógurinn er þéttastur og
óheilnæmastur. Til þess að ganga
úr skugga um áhrif plöntunn-
ar, bauðst Morales ofursti, sem
var yfirmaður næsta herum-
dæmis, til þess að reyna lyfið
á sjálfum sér, og tók inn stóran
skammt af því. Meðan hann var
meðvitundarlaus, fékk hann
vitneskju um, að faðir hans var
dáinn, og að systir hans, sem
bjó á öðru landshorni, var hættu-
lega veik. Hvorttveggja reyndist
síðar rétt. Bayon nefndi lyfið
telepatina, og tók með sér birgðir
af því til New York. Ef til vill
hefur seyðið dofnað, eða Indí-
ánalæknarnir leynt hann ein-
hverju um tilbúning lyfsins. Að
minnsta kosti misheppnuðust
tilraunir hans í New York ger-
samlega, og leyndardómur frum-
skógarins e.r ennþá óráðinn“.
„Og nú er það áform yðar að
ráða þessa frummskógagátu?"
spurði ég.
„Eg ætla að reyna það, ef þér
viljið hjálpa mér til þess“, svar-
að læknirinn.
Eg skýrði honum frá því, að
Carigona-Indíánarnir væru ekki
lömb að leika við, þeir væru
hausaveiðarar, og legðu mikla
stund á að safna höfðum hvítra
manna. En hann lét engan bil-
bug á sér finna. Okkur kom sam-
an um, að bezt væri að fara til
Rio Guivera. Þar búa nokkurn-
veginn siðaðir Carigonar — þeir
geta séð hvítan mann, án þess
að fara strax að ráðgast um, á
hvern hátt þeir geti náð í höfuð
hans til minningar um heim-
sóknina".
„Þér verðið að lofa mér því,
að gæta mannsins míns dyggi-
lega“, sagði frú Nymanns og
sendi mér svo hrífandi augnatil-
lit, að ég fékk andköf.
„Þér getið verið alveg róleg,
frú“, fullyrti ég. „Eg þekki land-
ið, og þér skuluð fá hann aftur
heilan á húfi, eins og þegar hann
fer frá yður“.
En um leið hugsaði ég með
sjálfum mér: Það væri víst
meiri þörf á, að ég yrði hér eft-
ir, og liti eftir þér, indæla, litla
brúða, því að svarta óhræsið
hérna lítur út eins og kyrki-
slanga, sem situr um að gleypa
í sig geitarkiðling.
HEIMILISRITIÐ
25