Heimilisritið - 01.07.1945, Síða 29
I
Eg sagði ekkert, en hugsaði
sitt af hverju með sjálfum mér.
Nymanns var ótortrygginn. Eng-
um, sem bæri nokkurt skyn-
bragð á veröldina kæmi til hug-
ar að láta unga og yndislega
konu vera eina í slíkum stað og
Buenaventura, í félagsskap með
samvizkulausum fanti eins og
dr. Alvarez. Mér kom þetta að
vísu ekki við, en mér fannst Ny-
manns farast slysalega; það væri
í meira lagi súrt í broti, að missa
svo indæla konu. En eftir því
sem ég hugsaði meira um þetta,
því ljósara varð mér, að * sá
myndi verða árangurinn af för
okkar.
VIÐ héldum lengra og lengra
inn í skógana, og loks fundum
við ættstofn, sem hafði á að
skipa „lækni“, er vissi deili á
yagélyfinu. Það mátti varla
seinna vera, því að báðir vorum
við hálfdauðir úr mýraköldu.
Kassagava varð að þjarka langa
stund við Indíánalækninn, áður
en hann fékkst til að kenna Ny-
manns aðferðir sínar. Síðan
sneri Nymanns sér að því af
miklum áhuga, að athuga áhrif
yagéseyðisins á Indíánana, en ég
hafði nóg að gera, að reyna að
vinna bug á mýraköldunni.
„Mér virðist áhrif lyfsins ekki
vera eins og Bayon lýsti þeim“,
sagði Nymanns og hristi höfuð-
ið. „Að vísu sjást nokkur ein-
kenni — æðisköst og dásvefn.
En ég hef ekki séð nein merki
f jarskynjunar. Reyndar eru
sjúklingarnir með óráðshjal, og
Kassagava hefur þýtt hvert orð,
sem þeir segja, en ég hef ekki
orðið var við neitt óvanalegt“.
„Væri ekki bezt, að ég tæki
það inn?“ sagði ég.
„Þér eruð ekki hress“, svaraði
Nymanns.«
„Það er bara lítilsháttar mýra-
kalda“, svaraði ég. „Hver veit,
nema yagéseyðið lækni mig af
henni“.
Nymanns hugsaði sig um.
„Eiginlega ætti ég sjálfur....“
sagði hann.
„En ef þér verðið meðvitund-
arlaus, getið þér ekki gert at-
huganir um, hvað fyrir yður
kemur“, mótmælti ég. „Reynið
það heldur á mér“.
EFTIR nokkurt umtal féllst
Nymanns á þetta. Eg skyldi taka
inn yagé, og Nymanns athuga
áhrif þess á mig. Indíánalækn-
irinn var sóttur, og ég lagðist
fyrir á férðadýnunni, og tók inn
vænan skammt. Meðalið var
beiskt, mér fannst hálsinn kipr-
ast saman, og ég átti erfitt með
að draga andann. Skömmu síðar
fann ég til svima, og að einu
leyti hafði Bayon þó rétt fyrir
sér: Allt fékk á sig bláan litblæ,
HEIMILISRITIÐ
27