Heimilisritið - 01.07.1945, Side 30

Heimilisritið - 01.07.1945, Side 30
það var alveg eins og ég hefði lituð gleraugu. Næstu einkenni voru þau, að ég varð skyndilega mjög æstur, langaði til að berja frá mér og ráðast á allt. Eg skýrði Nymanns frá til- finningum mínum, og varð um leið að sitja á mér, að þjóta ekki upp og ráðast á hann. Mér varð ákaflega uppsigað við hann, þar sem hann sat við hlið mér og skrifaði í vasabók sína, allt sem ég sagði. En þetta ástand varaði ekki lengi, og þar á eftir varð ég al- tekinn óumræðilegri vellíðan. Líkaminn varð léttur á sér eins og fis, mér fannst eins og ég vera að svífa upp í loftið. En meðvit- undarlaus varð ég ekki. Eg skynjaði allt skýrar, og veitti öllu athygli kringum mig, með óumræðilegri gleðitilfinningu. Eg var fullur góðvildar til alls og allra, þótt ég hefði enga sér- staka ástæðu til að elska mann- kynið, óskaði ég nú einskis framar en að gera alla glaða og hamingjusama. Og fyrst og fremst dr. Nymanns, lækninn góðviljaða, sem sat við hlið mér, og athugaði mig gaumgæfilega. Og meðan ég var í þessu ein- kennilega ástandi, datt mér nokkuð í hug. Nú var tækifæri til að segja Nymanns það, sem maður hefur annars ógjarnan á orði við aðra. Nú gæti ég gefið honum heilræði um að flýta sér til baka til Buenaventura, áður en svarti drjólinn hyrfi á brott með konu hans. Eg lokaði augunum, eins og ég hafði séð Indíánana gera, er þeir voru í dásvefni, og reyndi að láta líta svo út, sem andlitið væri stíft og dofið. Svo byrjaði ég. — Eg sá bæ. Óþrifalegan bæ í glóandi hita. Buenaventura. Fínt hótel Americano. Töfrandi fögur kona. Frú Nymanns. Dökk- hærður maður, sem leitaði eft- ir hylli hennar og hvatti hana til að strjúka með sér. Dr. Al- varez. í annarlegum tón þuldi ég upp sögu í stuttum, hvíslandi setningum, sem gat verið dr. Nymanns ærið umhugsunarefni. Eg heyrði skrjáfið í sjálfblek- ungnum hans, er hann var að skrifa, og í vímunni fannst mér þetta allt næsta skoplegt. Eg hélt áfram að rekja söguna, lét dökk- hærða náungann faðma að sér hina bjartleitu konu, en hún andmælti slíku háttalagi og lét hann heyra, að hún væri minn- ug eiginmanns síns. Síðan hvarf mér öll meðvitund, ég féll í djúpan svefn. MÖRGUM tímum síðar vakn- aði ég við það, að Nymanns stóð yfir mér og ýtti við mér. „Eg var farinn að halda, að mér myndi ekki takast að vekja 28 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.