Heimilisritið - 01.07.1945, Qupperneq 31

Heimilisritið - 01.07.1945, Qupperneq 31
yður aftur“,. sagði hann. „Yagé er að minnsta kosti áhrifamikið svefnmeðal“. „Urðuð þér nokkurs vísari?“ spurði ég, fullur eftirvæntingar. „Sagði ég nokkuð?“ „Hreint ekki svo lítið“, svar- aði hann. „En um það getum við talað síðar. Eg mútaði Indíána- lækninum til að segja frá því, hvernig þeir búa til yagélyfið. Það sem enn þarfnast úrlausnar, þessu viðvíkjandi, má eins vinna á rannsóknarstofunni“. „Það þýðir, að við förum strax af stað til baka?“ „Það er ástæðulaust að vera hér lengur“, svaraði Nymanns. Nú gat ég ekki varizt því að iðrast þessa heimskulega uppá- tækis. En sagan hafði haft sín áhrif, og ef til vill gæti hún orðið til góðs. Eg var líka eins sannfærður um, að Alvarez reyndi að klófesta frú Nymanns, eins og ég hefði séð það sjálfur. Við héldum heim á leið. Þótt undarlegt sé, hirti Nymanns ekkert um að flýta ferðinni. Eg hefði vissulega haft hraðann á, hefði eg verið í hans sporum. En Nymanns fór sér að engu óðs- lega, er við héldum sömu leiðina og við höfðum komið. Þegar við náðum járnbraut- inni, sem lá til Buenaventura, létum við Kassagava og hina Indíánana tvo lausa úr þjónustu okkar, seldum múldýrin og kom- um farangrinum fyrir í flutn- ingavagn. „Það verður unaðslegt að koma aftur til siðmenningarinn- ar og fá sér bað“, sagði læknir- inn. „Og konan yðar verður áreið anlega frá sér numin að sjá yður aftur, heilan á húfi“. „Það verður hún sjálfsagt“, svaraði Nymanns og fleygði sér á bekkinn. Hann sofnaði undir eins. ÞEGAR við komum til Buena- ventura fórum við hvor sína leið, Nymanns ók til Hótel Ameri- cano. Nokkrum dögum síðar hitti ég Nymanns úti á götu. „Er nokkurs staðar hægt að fá sér ærlegt whisky í þessu skúmaskoti?“ spurði læknirinn. „Hjá Chicago-Tom“, svaraði ég. „Það er eina veitingakráin á landinu, þar sem maður getur verið viss um, að fá ósvikið whisky“. Eg fylgdi honum þangað, og innan stundar sátum við með whiskyflöskuna milli okkar. Læknirinn fékk sér vænan teyg. „Jæja“, sagði hann um leið og hann setti frá sér staupið. „Kon- an mín var hér ekki þegar ég kom. Hún skildi eftir bréf. Hún er á leið til Parísar með Alvar- C3 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.