Heimilisritið - 01.07.1945, Side 40

Heimilisritið - 01.07.1945, Side 40
mörgu kvenna, er hann daðraði við. „Alec!“ sagði hún. „Ég elska þig. Ég hugsa hvorki um skömm né heiður, þegar ég er hjá þér. Þú getur farið með mig eins og þú vilt. Ég elska þig svo heitt“. — Bölvuð vandræði, hugsaði hann. Hvernig átti hann að sannfæra Christie um að hann væri óþokki. Hann rétti úr sér, geispaði og sagði: „Það er bezt að þú farir heim“. Hann hringdi eftir bifreið, og hjálpaði henni ækki til að setja á sig skóna. Síðari hluta næsta dags sótti hann Christie og ók henni heim í sínum eigin bíl. Er þau voru komin upp í herbergi hans fór hann að ganga um gólf. Hann mælti: „Ég elska þig. Ég hefi gert allt sem í mínu valdi stóð, til þess að gera þig mér afhuga, en ekki tekist það“. Hann leit á armbandsúr sitt. „Eftir þrjá klukkutíma fer skip til Vestur-Indía. — Viltu koma með mér?“ Christie stóð á fætur. „Flýja með þér? Gifta okkur, án þess að láta pabba vita um það?“ Alec svaraði: „Við komum aft- ur eftir þrjár vikur. Þú getur hugsað þig um á leiðinni. Og þegar við komum heim, getur þú svarað því, hvort þú vilt giftast mér“. 38 Christie fölnaði: „Ágætt, ég fer með þér“. Hún gekk til hans og þau féll- ust í faðma. Þá var hringt. Alec opnaði dyrnar. Inn kom lítill, sköllótt- ur maður og spurði: „Þér heitið Alec Frazier, er ekkisvo?“ „Jú“, svaraði Alec. Maðurinn tók skjal úr vasan- um og var mynd áföst við það. „Er þessi mynd af yður?“ „Já, en hvar hafið þér fengið hana? Ég fékk —“. Hann þagn- aði. „Ég veit það“, mælti maður- inn. „Hún afhenti lögreglunni hana. Ég hef handtökuheimild á yður í fórum mínum“. Christie gekk til Alec og þrýsti sér upp að honum og sagði^ „Hvað .er þetta?“ Hún var óttaslegin: „Hvað hefur Alec aðhafst, sem þið teljið glæp- samlegt?“ „Glæpsamlegt?“ endurtók sá sköllótti. „Hann yfirgaf konu sína fyrir sex árum. Hún krefst þess að hann komi heim. Hon- um er stefnt sökum þess, að hann hefur svikist um að sjá henni farborða“. Christie mælti: „Elskan mín! Þetta er ekki satt. Þetta er 'lýgi!“ Alec varaðist að líta á hana og sagði: HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.