Heimilisritið - 01.07.1945, Page 46
arinnar í gærkveldi til þess að
sjá eyðileggingu þá, sem flug-
flotinn olli í Póllandi. Myndin
er kölluð Eldskímin. Sýnt er
hispurslaust, hvernig pólskum
þorpum og borgurn, einkum
Varsjá, var gereytt. Sýningár-
gestirnir, allt Þjóðverjar, horfðu
á í dauðaþögn.
í Wilhelmstrasse ná menn
ekki upp í nefið á ’sér útaf A. P.
frétt um það, að tveir þýzkir her-
ir stefni til hollenzku landamær-
anna, annar frá Bremen og hinn
frá Diisseldorff.
Berlín, 9. maí 1940.
Hitler tilkynnir í dag, um leið
og boðið er að láta lausa nokkra
norska fanga; „Hákon Noregs-
konungur og herforingjar hans
hófu þennan ófrið við Þýzkaland
gegn vilja þýzku þjóðarinnar og
þýzku ríkisstjórnarinnar!“
Síðar. Fyrirsagnir blaðanna
eru með ferlegasta móti í kvöld,
og flytja allar þrumandi ásak-
anir á Breta um að þeir ætli sér
að vinna ofbeldisverk, einhvers
staðar. „Bretar brugga ráð um
að breiða ófriðinn út“, öskra þau.
Berlín, 10. maí 1940.
Höggið er riðið af í vesturátt.
Þjóðverjar réðust inn í Holland,
Belgíu og Luxemburg í dögun í
morgun. Það er teningskast Hitl-
ers um sigur nú eða aldrei. Sýni-
lega var það rétt, að hann treyst-
ist ekki að þola viðskiptastyrj-
öldina. Því greiðir hann atlögu
meðan herir hans hafa nægar
birgðir og flugflotinn er Banda-
mönnum yfirsterkari í lofti.
Ekki get ég hælt mér af því,
að ég ætti von á þessu. Satt að
segja fór ég að sofa svefni hinna
réttlátu eftir hið venjulega
fréttaútvarp eftir miðnættið. Og
ég vaknaði af værum blundi,
þegar síminn hringdi kl. 7 í
morgun. Það var ein af stúlkun-
um í Ríkisútvarpinu. Hún sagði
tíðindin.
„Hvenær viljið þér komast í
útvarpið?“ spurði hún.
„Svo fljótt sem ég get“, svar-
aði ég.
„Ribbentrop heldur blaða-
mannafund í ’utanríkisráðuneyt-
inu klukkan átta“, sagði hún.
„Sleppi honum“, svaraði ég.
„Tilkynnið New York með hrað-
skeyti til varðarins DJL, að ég
útvarpi eftir klukkustund“.
Það urðu raunar tvær stundir
þangað til ég gat byrjað. Það tók
tíma að klæðast og komast út
til útvarpsstöðvarinnar og
skrapa saman fréttirnar. Það
var talsverð óró í Ríkisútvarp-
inu, og nokkur stund leið áður
en ég gat togað allar fréttatil-
kynningarnar út úr þýzku starfs-
mönnunum. Ritverðirnir voru
viðstaddir sem betur fór, og
•44
HEIMILISRITIÐ