Heimilisritið - 01.07.1945, Síða 47

Heimilisritið - 01.07.1945, Síða 47
töfðu mig lítið, þeir hljóta að hafa verið aðvaraðir um nóttina. Eg mátti aðeins ekki í fréttum mínum kalla tiltektir Þjóðverja í Hollandi og Belgíu „innrás“. Eg rauk upp, en ákvað þó, þar sem ritvörðunum hafði á þrem stöðum sézt yfir orðið innrás í handritinu, að sætta mig við að setja annars staðar „fóru inn“, til þess að útvarpshlustendur 1 Bandaríkjunum þyrftu ekki að missa af sögunni. Síðar. Eg verð að segja, að Ber- línarbúar taka með ró tíðindun- um af þessari orustu, sem Hitler segir að „háð sé um framtíð þjóðarinnar í þúsund ár“. Eng- ir þeirra hópuðust saman úti fyrir Kanslarahöllinni eins og venjulega, þegar miklir atburð- ir gerast. Fáir ómökuðu sig til að kaupa hádegisblöðin, sem fluttu fréttirnar. Af einhverjum ástæðum bannaði Göbbels auka- blöð. Þýzka tilkynningin, sem „rétt- lætti“ þessa síðustu árás Hitlers, var afhent sendiherrum Hol- lands og Belgíu klukkan sex í morgun, eða hálfri annarri stundu eftir að þýzkur her hafði ruðzt inn í hlutlaus lönd þeirra. Þar held ég, að jafnvel Hitler hafi sett nýtt met í ósvífni og ódrengskap. í tilkynningu, sem Ribben- trop las fyrir fréttamönnunum á blaðamannafundinum klukk- an átta í morgun, er því haldið fram, að Bretar og Frakkar hafi verið í þann veginn að ráðast á Þjóðverja í gegnum Niðurlönd, og því hafi þeim verið nauðsyn að senda sínar eigin hersveitir „til þess að vernda hlutleysi Belgíu og Hollands“. Þessi heimskulega hræsni er „studd“ með fölsuðu „skjali“ frá yfir- herstjórninni, sem hún staðhæfir að sanni það, að Bandamanna- her hafi verið í þann veginn að ryðjast inn í Belgíu og Holland með það fyrir augum að taka Ruhr. Það er augljóst, að þýzki her- inn hefur ráðizt þarna á af öllu afli sínu. Flugflotinn hefur all- ur farið á stúfana og á nú sýni- lega að neyta liðsmunar við Bandamenn. Yfirherstjómin seg- ir, að í dögun hafi flugflotinn varpað sprengjum á flugvelli í Hollandi, Belgíu og Frakklandi alla leið suður til Lyon. Enn eru það ný tíðindi, er tilkynning ein segir, að margar hersveitir hafi verið fluttar í lofti til ýmissa flugvalla í Belgíu og Niðurlönd- um. Þjóðverjar segjast hafa her- tekið flugvellina og umhverfí þeirra. Augljóst er, þó að rit- vörðurinn vildi ekki leyfa mér að segja það í dag, að þarna hafa verið sendar niður þúsundir fall- hlífarhermanna. HEIMILISRITIÐ 45

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.