Heimilisritið - 01.07.1945, Qupperneq 49
að fremja. Jafnvel Þjóðverjum
er þetta auðsæ ósannindi.
Þarf að útvarpa einu sinni enn
klukkan hálf fimm að morgni,
en þá er klukkan í New York
aðeins hálfellefu kvöldinu áður.
Hef verið að síðan klukkan átta
í gærkvöldi.
Berlín, 12. maí 1940.
Sunnudagur, og lítið um svefn.
Yfirherstjórnin segir, að eftir
tveggja daga orustur hafi verið
unnið allt Norðaustur-Holland,
austan við Suðursjó, brotizt
gegnum fyrstu og aðra varnar-
línu í miðju Hollandi og rofinn
austurendi belgísku virkjalín-
unnar fram með Albertsskurð-
inum. Fyrir um það bil einu ári
kom ég að skurðinum og sá, að
Belgar höfðu víggirt hann með
gryfjum. Þær voru líkastar
geysimiklum skriðdrekagildrum,
djúpar og með bröttum, grjót-
hlöðnum börmum. Hafa Belgar
ekki sprengt upp brýrnar?
Þessi Berlínarsunnudagur er
eins og allir aðrir, að minnsta
kosti sjást þess engin merki, að
Berlínarbúar séu mjög á nálum
vegna orustunnar, sem „gerir út
um framtíð þeirra um þúsund
ár“. Kaffihúsum er boðið að loka
klukkan tólf að ■ kvöldi í stað
klukkan eitt, áður en loftárásir
hefjast að nóttunni, og raunar
hefur engin verið gerð enn. Dans
hefur einnig verið bannaður
fyrst um sinn.
Útvarpið varaði við því í
kvöld, að ef Þjóðverjum verði
misþyrmt 1 Hollandi, séu „næg
tækifæri til að endurgjalda það
í sömu mynt hinum mörgu Hol-
lendingum, sem búa í Þýzka-
landi“.
Berlín, 13. maí 1940.
Furðuleg tíðindi! Fyrirsagnir
blaðanna í kvöld klukkan fimm:
„Liége fallin! Þýzkar landher-
sveitir hrjótast í gegn og taka
höndum saman við hersveitir
loftflotans nálægt Rotterdam!“
Þýzkur foringi sagði mér í
kvöld, að yfirherstjórnin væri
sjálf undrandi yfir hraðanum, og
það er engin furða.
Hersveitir loftflotans voru
fallhlífahermenn, • og þeim var
varpað úr flugvél á ströndina
nálægt Haag í byrjun herferðar-
innar, fyrsta daginn. Það voru
þessir menn, sem tóku hluta af
Rotterdam (!), þar á meðal flug-
völlinn, þó að þeir hefðu engar
fallbyssur, en Hollendingar áttu
að hafa nóg af þeim, því að fé
skorti þá ekki. Hvernig þýzk
landhersveit hefur brotizt þvert
yfir suðurhluta Hollands allt til
sjávar, vefst fyrir okkur hér að
skilja. Það hlyti að hafa verið
vélaherdeild, en í Hollandi eru
tugir af ám og síkjum á þessari
HEIMILISRITIÐ
47