Heimilisritið - 01.07.1945, Síða 50
leið. Maður skyldi ætla, að Hol-
lendingar myndu hafa sprengt
brýrnar af þeim.
„Hakakrossfáninn blaktir yfir
ráðhúsinu í Liége“, segja fyrir-
sagnir blaðanna í kvöld. Þýzki
herinn, sem brauzt yfir Alberts-
skurðinn hefur auðsjáanlega
beygt af og nálgazt Liége úr
norðvestri, en þar eru varnir
hennar veikastar, því að Belgar
hafa búizt við árásum úr gagn-
stæðri átt.
Erlendar útvarpsstöðvar halda
fregnunum áfram um þýzkar
fallhlífasveitir, sem koma niður
víðs vegar um alla Belgíu og
Holland og taka flugvelli og
borgir. Hér fáum við ekkert að
vita um þetta. Þetta er ný styrj-
aldaraðferð, og það verður fróð-
legt að sjá, hver áhrif hennar
verða í langri og grimmri við-
ureign, ef Þjóðverjum verður þá
ekki gefinn einn auðfenginn sig-
ur enn.
Reynaud, forsætisráðherra
Frakka, tilkynnti í gærkvöldi, að
þýzkir fallhlífahermenn, sem
finnast kynnu á bak við víglín-
una í öðrum búingi en þrýzkra
hermanna, yrðu skotnir tafar-
laust. í kvöld var okkur sagt í
Wilhelmstrásse, að verið væri að
tilkynna Bandamönnum það, að
fyrir hvern þýzkan fallhlífaher-
mann drepinn, myndu Þjóðverj-
ar drepa 'tíu franska fanga!
Þægilega viðfelldið fólk, þessir
Þjóðverjar. Þetta minnir á styrj-
aldir fyrir einu til tveim þúsund-
um ára. En vert er að muna, að
þetta er aðeins ein af hinum
nýju ógnunaraðferðum Hitlers.
Tess sagði mér í símtali í gær-
kvöldi, að Svissar kölluðu hvern
vígfæran mann til vopna. Hve-
nær kemur röðin að Sviss? Eg
bað hana að panta far fyrir sig
og barnið með fyrstu ferð heim.
Hún vill ekki gera það, og ber
það fyrir, að hún verði að sjá um
skrifstofu mína í Genf, hún vilji
ekki fara svo langt frá mér, og
nú, þegar styrjöldin sé fyrir al-
vöru byrjuð, vilji hún vera á-
horfandi!
Berlín, 14. maí 1940.
Við erum öll hálfringluð af
fréttunum í kvöld.
Hollenzki herinn hefur gefizt
upp eftir aðeins fimm daga or-
ustur. Hvað varð um öll vatna-
virkin, sem voru haldin óvinn-
andi? Og hvað er að hernum,
sem er þó hálf milljón manna?
Einni stundu áður en við feng-
um opinbera tilkynningu um
þetta, var okkur sagt, að Rotter-
dam væri fallin. „Rotterdam
gafst upp við hin skelfilegu á-
hrif af árásum þýzkra steypi-
flugvéla og yfirvofandi skrið-
drekaáhlaupum og bjargaðist
þannig frá því að verða lögð í
48
HEIMILISRITIÐ