Heimilisritið - 01.07.1945, Blaðsíða 51
rústir“, segir í tilkynningunni.
Aðferð Hitlers til þess að
greiða her sínum götu með ógn-
unum og hryðjuverkum er jafn-
snjöll og hún er djöfulleg.
Þjóðverjar staðhæfa í kvöld,
að eftir að Liége var fallin, hafi
þeir rofið aðra varnarlínu Belga
norðvestur af Namur. Þeir hljóta
að vera komnir rétt að Brussel.
Skriðdrekar og flugvélar, eink-
um flugvélar, ryðja brautina.
Hvílík reginskyssa hjá Bretum
og Frökkum að hafa vanrækt
loftflota sína!
Dálítið þreytandi, hvernig
þýzka útvarpið tilkynnir hvern
nýjan sigur. Útsending er stöðv-
uð, lúðrar þeyttir, síðan er les-’
in tilkynningin, og svo er sung-
inn í kór slagarinn „Til Eng-
lands vér höldum“. Báðir þjóð-
söngvarnir eru leiknir með frétt-
um af stórsigrum.
Berlín, 15. maí 1940.
Fréttamenn og stjórnarerind-
rekar gapa í orðlausri undrun.
Yfirherstjórnin staðhæfir, að
^Þjóðverjar hafi brotizt í gegnum
Maginot-línuna nálægt Sedon og
yfir Maasfljótið, bæði við Se-
dan og milli Namur og Givet,
nokkru norðar. Hverjum, sem
séð hefur Maasdalinn, djúpan
og vaxinn þéttum skógi, hlýtur
að finnast næsta ótrúlegt, að
Þjóðverjar hafi komist yfir
hann á svo stuttum tíma, hafi
annars nokkur her verið til
varnar á vesturbakka árinnar.
En báðir aðilar tala um miklar
skriðdrekaorustur fyrir vestan
Maas.
Flestir kunningjar mínir hafa
gefið upp alla von. Ég geri það
ekki enn. í ágústmánuði 1914
hljóta að hafa verið enn verri
horfur fyrir París, þegar ekkert
virtist myndi tálma för þýzka
hersins til höfuðborgarinnar. —
— Hernaðarráðunautar okkar
vekja athygli á því, að höfuðor-
ustan sé ekki hafin enn, og Þjóð-
verjum hafi ekki enn lent sam-
an við meginheri Breta og
Frakka. Og enn hafa Belgar
hálfa milljón manna undir vopn
um.
Víglína Bandamanna liggur í
dag um það bil um Antwerpen,
Namur og niður með Maas til
Sedan, en Þjóðverjar eru komn-
ir yfir ána á ýmsum stöðum.
Vaxandi orðasveimur um það
frá Róm, að ítalir muni ganga
í lið með Þjóðverjum nú í viku-
lokin, af því að svo lítur út,
sem þeir muni sigra. Tess sím-
aði til mín í dag frá Genf til
þess að segja mér þetta. Ég lagði
aftur að henni að fara með barn-
ið, og loks virðist hún fús til
þess. Hún og frú V. með tvö
börn, ætla að fara um Frakk-
land til Spánar. Frá Lissabon
HEIMILISRITIÐ
49