Heimilisritið - 01.07.1945, Qupperneq 57
dálitla þögn, „að við getum ekki
komizt hjá því að horfa á þenn-
an fjárans krokketkappleik?“
„Það Mtur út fyrir að hann
sé að skella á með rigningu“,
svaraði Lesley. “Ég efast um að
nokkuð verði úr kaþipleiknum.
Og svo —“.
„Og svo hvað?“
„Mig langar til að fara til for-
lagaspámannsins“, svaraði Les-
ley.
Það var auðvelt að þekkja
spátjaldið úr. Það var hátt með
rauðum röndum og yfir dyrum
þess stóð með stórum stöfum:
HINN MIKLI SWAMI les í
lófa og kristallskúlu — sér allt,
veit allt.
„Hæ!“
Horace Price, afgreiðslumað-
urinn 1 skotæfingatjaldinu, stóð
í tjalddyrunum og hrópaði
hárri röddu til þeirra. Fámennt
var þarna í nágrenninu, því að
flestir höfðu farið að horfa á
krokketkappleikinn.
„Góði vinur!“ sagði hann.
„Góða vinkona! Eg og konan
mín höfum verið að svipast um
eftir ykkur í allan dag. Er það
satt? Ætlið þið að gifta ykkur?“
„Já, það er engin lygi“.
,Góði vinur“, sagði Price og
tók hjartanlega í hendurnar á
þeim.
*„Lesley“, sagði Dick, „er gíf-
urlega spennt að sjá - þennan
fræga spámann. Er hann ekki
til viðtals núna?“
„Jú það held ég áreiðanlega.
Já, varla sakar að fá eitthvað
að vita um hamingjuna, sem
framundan ykkur er. En fyrst
veriðið þið að þiggja eitthvað
af mér. Hérna eru byssurnar.
Nú reynið þið skotfimina!“
„Byssur?“ æpti Lesley. „Nei,
1 guðanabænum. Það vil ég
helst ekki“.
„Hvað vitleysa“, sagði Price,
tók fram lítinn riffil og strauk
skeftið vingjarlega. „Hérna er
einn nettur, alveg mátulegur
fyrir nýgifta frú til að halda
bóndanum í hæfilegri f jarlægð“.
Hann hló lágt. „Reynið hann!“
Dick varð litið í augu Lesleys
og varð dálítið hissa. Hann gat
ekki ráðið af svip hennar, hvað
henni bjó í brjósti, en helst
hélt hann að hún væri hrædd
við eitthvað eða kvíðin. Hún
hafði tekið af sér litla hattinn;
hár hennar fell í jörpum liðum
niður á herðar. Hún hafði aldre.
verið eins fögur í hans augum
og nú. í útliti virtist hún ekki
vera nema átján ára gömul, en
sjálf hélt hún því fram að hún
væri tuttugu og tveggja.
Eftir nokkuð hik tók hún við
byssunni af Price. Hún beit á
vör lyfti byssunni upp að vang-
anum og skaut án þess að miða.
Á skotskífunni sást ekkert
ÖEIMILISRITIÐ
t
55