Heimilisritið - 01.07.1945, Síða 60
,Mér brá ekkert.“
„Láttu ekki svona, hjartað
mitt. Ég sá skuggann þinn a
tjaldinu“. Hann rétti henni xiff-
ilihn. „Hérna, haltu á honum
augnablik“.
„Dick! Hvert ertu að fara?“
„Ég ætla að tala við þrælinn
sjálfur“.
„Nei, það máttu ekki“.
„Farðu heim á undan mér.
Ég kem strax“, sagði hann. Svo
gekk hann inn í tjaldið.
Þegar inn kom heyrði hann
sagt rólegri en ákveðinni rödd:
,Afsakið, en ég er hættur að
taka á móti í dag Þetta var
síðasta viðtalið, sem ég gef
þangað til á morgun“.
„Það er allt í lagi, Sir Har-
vey“, sagði Dick. „Ég ætla ekki
að biðja yður að spá fyrir mér‘.
Fyrir innan borðið sat for
lagaspámaðurinn, grannur, smá-
vaxinn og skarpleitur maður
um fimmtugt, í hvítum lérefts-
fötum og með litaðan vefjar-
hött á höfði.
„Mig langar til að vita, Sir
Harvey“, sagði Dick, „hvað þér
sögðuð Lesley Grant“.
„Hver er það?“
„Stúlkan, sem var að fara út
úr tjaldinu rétt 'í þessu. Unn-
ustan mín. Eg heiti Markham.
Richard Markham".
. ;,Markham? Getur það verið
að ég hafi séð fram'haldsleikric
58
í London eftir Richard Mark-
ham, sem hétu — bíðum nú við
— sálfræðilegar glæpasögur?“
„Jú, ég er sami maðurinn“
„Segið þér mér eitt Markham.
Hefur þessi stúlka búið lengi
héma 1 Six Ashes?“
„Nei, ekki nema í hálft ár.
Hví spyrjið þér?“
„Hvað hafið þið verið trúlof-
uð lengi? Afsakið, en ég hef
miklar ástæður til að spyrja
svona“.
„Við höfum bara verið trúlof-
uð síðan í gærkvöldi. En —“
„Eg er að velta því fyrir mér.
hvernig ég á að koma orðum að
því, sem ég þarf að segja yður“,
sagði Sir Harvey. „Vitið þer
hver þessi svokallaða Lesley
Grant er í raun og veru?“
Hann stóð upp og dró djúpt
andann. Það var þá er Dick
heyrði skothljóð úr riffli.
Hann sá lítið, svart skotgat
á tjald'hliðinni, sem gránaði
fljótlega í rigningunni. Hann
sá Sir Harvey detta fram yfir
sig niður á borðið, eins og hann
hefði verið sleginn heljarhöggi.
Skotið hitti hann undir vinstra
herðablaðinu. Dick sá á broti úr
sekúndu, hvernig andlit saka-
málasérfræðingsins afmyndað-
ist af skelfingu.
Á meðan Dick stóð hreyfing-
arlaus utan við sig af hryllingi
og sá hvernig hinn hváti jakki
HEIMILISRITIÐ