Heimilisritið - 01.07.1945, Blaðsíða 61
spámannsins blóðlitaðist vinstra
megin, heyrði hann bjarta rödd
úti fyrir.
„Eg gat ekki gert að því,
Price!“ Það var rödd Leslevs
„Það kom einhver við handlegg
inn á mér, og ég hélt um gikk-
inn, og skotið reið af alveg ó-
viljandi!“ Röddin virtist koma
úr dálítilli fjarægð og var un-
aðsblíð — andstæð regninu og
storminum úti. „Eg vona að ég
hafi ekki hitt neinn!“
KLUKKAN hálf níu þetta
sama kvöld gekk Dick Mark-
ham mjög þungt hugsandi um
gólf í dagstofunni heima í húsi
sínu, sem stóð skammt fyrir
utan Six Ashes.
Þegar síminn hringdi, greio
Dick heyrnatólið með slíkum
ofsahraða, að síminn var rétt
að segja dottinn niður á gólf.
„Halló!“ Það var Hugh
Middlesworth.
Dick ræskti sig og lét síga-
rettuna, sem hann hafði verið
að reykja, í öskubakka á borð-
inu. Hann greip um símatólið
með báðum höndum.
„Hvemig er með Sir Harvey’
Er hann á lífi?“
Það varð dálítil þögn.
„Ja, já, hann er lifandi. Sann-
leikurinn er sá að hann langar
til að tala við yður. Gætuð þér
komið hingað heim til hans og
HEIMILISRITIÐ
spjallað við okkur? Það er ekki
nema steinsnar".
„Eg kem“, svaraði Dick.
„Strax og ég hef hringt til
Lesley og sagt henni að allt sé í
lagi. Hún er búin að vera að
hringja í allt kvöld og hún er
varla með sjálfri sér út af
þessu“.
„Eg skil. Hún hefur verið að
hringja hingað líka. En —
það var meira en lítið hik í
'rödd læknisins — „hann vill
síður að þér hringið til Lesley
fyrr en hann er búinn að tala
við yður. Hann segir yður hvers
vegna þegar þér komið. Er.
þangað til —“ aftur hikaði
læknirinn — „megið þér engum
segja það sem ég hef sagt yður
og þér megið ekki koma með
neinn með yður“.
Þegar Dick hljóp við fót eft-
ir veginum, heyrði hann kirkju-
klukkuna slá tíu. Er hann kom
að húsinu stóð Hugh úti fyrir
dyrunum og bauð honum inn í
rúmgóða forstofu með vönduð-
um húsgögnum.
„Er Sir Harvey mjög hættu-
lega særður?“ spurði Dick.
„Það er ekki hægt að segja
að hann sé særður“.
Dick lokaði útidyrahurðinni á
eftir sér svo að skall í og sner;
sér forviða að Hugh.
Frh. í næsta hefti.
5Þ-