Heimilisritið - 01.07.1945, Qupperneq 63
leikstjörnunum Rita Hayworth og
Greer Garson símskeyti, þar sem
hann lýsti aðdáun sinni á þeim. í
* skeyti sínu til Greer Garson hældi
hann henni einkum fyrir leik henn-
ar í kvikmyndinni „Frú Miniver".
Hann greiddi fyrir símskeyti allt að
20 orðum. Rita Hayworth svaraði
ekki, en Greer Garson sendi svo-
hljóðandi svarskeyti:
„Símskeyti yðar vakti óblandna
hrifningu mína vegna þess að frú
Miniver mælti fyrir munn allra
þjóða sem berjast fyrir frelsi —
Greer Garson“. Ef einhver skyldi
hafa hug á að fara að dæmi þessa
manns er rétt að hann athugi fyrst,
að það kostar kr. 4,89 fyrir orðið til
Hollywood.
HAFIÐ ÞIÐ FRÉTT .*?
ALAN LADD og WILLIAM BENDIX,
sem leikið hafa saman í mörgum kvik-
myndum, urðu ósáttir ekki alls fyrir
löngu, en eru nú vinir aftur.
Þau eru að skilja aftur, CARY
GRANT og Barbara Hutton — og nú
er það alvara.
Leikarablaðið ,,Modern Screen“ átti
15r ára afmæli í júní.
JUNE ALLYSON og DICK POWELL
eru alltaf saman. Taldar eru miklar lík-
ur til þess að þau eigi eftir að bindast
,,traustum“ böndum.
Kvikmyndin „Wilson“ er sú kostn^
aðarsamasta, sem filmuð hefur ver-
ið, kostaði 4 200 000 dollara. Hún var
tekin seint á síðasta ári og þykir
fram úr skarandi góð.
Faðir LAUREN BACALL hefur látið
þau orð falla, að BOGART sé of gam-
all fyrir dóttur sína, hann gæti verið
faðir hennar.
— Orðrómur hefur borist um að
Eleanor Parker sé að skilja við
mann sinn og sömuleiðis Robert
Hutton og Natalie Tompson. Seljum
þetta ekki dýrara en við keyptum.
VAN JOHNSON er vafalaust mest um-
talaði karlmaðurinn í heiminum um þess-
ar mundir, af þeim, sem ekki eru komn-
ir yfir þrítugt. Hann lítur ekki á kven-
fólk að svo komnu.
KATHARINE litla, dóttir JOHN GAR-
FIELDS, dó snögglega fyrir skommu.
Hún var augasteinn föður síns, efnilegt-
og aðlaðandi barn, enda er hann bugað-
ur maður síðan.
Þótt GLARK GABLE hafi fullyrt
fyrir skömmu, að hann ætlaði sér ekki að
leika í kvikmyndum framar, þá er hann-
samt farinn til þess núna. Er það í kvik-
myndinni ,,This Strange Adventure“.
ANNE BAXTER ,,hryggbraut“ JOHN
HODIAK nýlega, að því er Hollywood-
blöðin segja. Þau hafa verið mjög sam-
rýmd í marga mánuði, en móðir henn-
ar mun hafa verið á móti ráðahagnum.
RAY MILLAND og kona hans hafa*
slitið samvistum eftir 12 ára hjónaband.
Þau eiga son á sjötta ári, og skilnaður
þeirra kemur öllum mjög á óvart, jafn-
vel nánustu vinum þeirra.
Sagt er að HUMPHREY BOGART
hafi þurft að borga Mayo Methot 300,000
dollara þegar þau skildu.
DICK HAYMES og kona hans, sem
verið hafa gift í þrjú ár og eiga 2 börn,
urðu ósátt nýlega og ákváðu að skilja, en
hafa nú sæzt aftur.
LORETTTE YOUNG og GEORGIA
systir hennar eiga báðar von á barni í
ágúst. Lorette á níu ára gamla uppeldis-
dóttur og son, sem fæddist í ágúst í fyrra.
VERONIKA LAKE verður 23 ára 14.
nóvember og um það leyti á hún von á^
erfinga. Hún á fjögurra ára gamladóttur.
JUDY GARLAND og VINCENT MIN-
ELLI hafa opinberað trúlofun sína. Hann
er roskinn og mikils metinn leikstjóri.
HEIMILISRITIÐ
61