Heimilisritið - 01.10.1948, Blaðsíða 7

Heimilisritið - 01.10.1948, Blaðsíða 7
„Þú veizt, að krakkarnir voru saman úti heila nótt og ætluðu engum að segja, hvar þau hefðu verið eða með hverjum. Það var ekki hægt að toga nokkurt orð upp úr Kristni um þetta, hvað sem ég sagði og hvernig sem ég lét. Ég hefði aldrei fengið að vita sannleikann, ef Þóru hefði ekki loksins tekizt að yfirbuga Rósu og fá hana til að segja frá því, að hún hefði verið með Kristni. Þó ég viti þetta og hafi sagt drengnum það, þá játar hann hvorki né neitar, bara steinþegir og glápir á mann eins og — eins og þú núna“. Gamli maðurinn horfði enn á dóttur sína og sagði ekkert. „Og Þóra fær ekkert meira upp úr Rósu, það er svo sem auðséð, að telpan hefur gengið í skóla bæði hjá þér og strákn- um“. Gamli maðurinn lagði gler- augun á skrifborðið og fékk sér í nefið. „Okkur mæðrum barn- anna fellur illa að láta krakkana standa upp í hárinu á okkur. Þau eru að'eins sautján ára, hvað mun seinna verða?“ Þau horfðust í augu drykk- langa stund og hvorugt var blítt á svipinn. Þegar gamli maðurinn sagði ekkert, hélt Fríða áfram: „Ég ætlast til þess, pabbi, að þú talir við drenginn“. Svo varð hún ekki alveg eins hörð á svipinn og sagði heldur blíðari í málrómnum: „Ég þykist vita, að þú munir vilja gera þetta fyrir mig, pabbi minn, ég þoli ekki að strákurinn hagi sér svona við mig“. Hún gekk út úr herberginu, en gamli maðurinn setti á sig gleraugun, tók bókina aftur og hélt áfram að lesa. Síð'ar þennan sama dag kom Kristinn inn í herbergi afa síns, gekk að einni bókahillunni og það var eins og hann væri að leita þar að bók. Oðru hvoru leit hann við og horfði á bakið á afa sínum, en hann sat við skrifborðið og var að lesa. Eftir langa stund hætti dreng- urinn að horfa á bókakilina, gekk að skrifborðinu og sagði: „Mamma sagði, að þú ætlaðir að tala eitthvað við mig, afi“. Gamli maðurinn ýtti bókinni ofar á borðið og sagði: „Eitthvað liggur nú á“. „Ég skal koma seinna inn til þín, afi, ef ég trufla þig núna“. Það var auðséð, að drengnum létti við að segja þetta og hann bjóst til að fara. „Nei, þú truflar mig ekki, Kristinn minn, það var annað, sem ég átti við. Fáðu þér sæti, góði, við skulum rabba svolítið saman, ef þú mátt vera að því“. HEIMILISRITIÐ 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.