Heimilisritið - 01.10.1948, Blaðsíða 37

Heimilisritið - 01.10.1948, Blaðsíða 37
Street 10; Sir Ernest Cassell og Farquhar lávarður, kaupsýslu- menn, sem offjár fór í gegnum hendurnar á; Ripon lávarður og Beresford lávarðui', er voru eins vissir í orðaglímu og í skotfimi — allt menn eftir höfði afa míns. Þessir menn létu mikið með okkur, en okkur þótti lofið gott. Það kom líka fyrir að einhver þeirra stakk að okkur gulipen- ingi, og það kom sér vel, til upp- bótar á okkar litlu vasapeninga. Og það var langt frá því, að' ætlast væri til af okkur, að við sætum í stól, beinir í baki líkt og brúður á bekk, eins og heima. Þvert á móti var ætlast til, að við færum frjálsir ferða okkar meðal gestanna og ækjum leik- fangabílum okkar um allt hús- ið, þenjandi hornin að vild. Það ei ekki neinn vafi á því, að afi og amma ólu upp í okkur óþekkt. Og ef Edward konungur hafði atlæti á mér, getur það stafað' af því, að hann fann strax í æsku hjá mér margt sem minnti á skapferli hans sjálfs. Ef til vill hefur hann munað sína eigin fjötruðu æsku og tal- ið, að hlutverk afans væri að ýta undir það, að ungur drengur fengi að njóta sín. Þegar ég varð átta ára, gaf hann mér gjöf, sem mér þótti vænst um af eignum mínum, sem sé reiðhjól. Og það var að minnsta kosti einkennandi fyrir hann, að er hann komst að því, að' faðir minn hafði neitað að gefa mér hníf, vegna þess, að það væri of hættulegt fyrir mig, sagði afi: „Vitleysa, George. Eg hef aldrei heyrt um dreng, sem ekki átti hníf“. Og hann gaf mér stóran vasahníf Gleði og gaman. Foreldrar mínir voru ekki al- gjörlega samþykk þessum heim- sóknum okkar í stóra húsið, einkum vegna þess, að þær höfðu nærri ávallt truflandi áhrif á þá föstu reglu, að við værum kom- in í rúmið klukkan sjö. En afi minn leit svo á, að nokkrar skemmtilegar mínútur til eða frá, skiptu ekki neinu máli, og þótt okkur væri ljóst að við fengjum smáávítur fyrir að koma of seint heim, fannst okk- ur það' borga sig. En gleðistundirnar enduðu eins skyndilega og þær höfðu byrjað. Allt í einu kom fjöldi vagna, og konungur, drottning og vinir þeirra óku af stað til London með farangur sinn. Þögn féll yfir skóg og engi. Stóra húsið varð autt og dimmt og það hélzt í nokkrar vikur. Síð- Nokkrum dögum fyrir jól komu afi og amma aftur, til að taka á móti gestum í hið árlega fjölskylduboð. (Frh. næst). HEIMILISRITIÐ 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.